Stærðfræðikeppni FVA

Ritstjórn Fréttir

Í dag fóru tæplega 40 nemendur unglingadeildar skólans á Akranes og tóku þar þátt í stærðfræðikeppni sem haldin er af FVA fyrir alla grunnskóla á Vesturlandi. Nú sló þátttaka öll met en alls voru keppendur liðlega 200 talsins.

Skallagrímsbikarinn

Ritstjórn Fréttir

S.l. föstudagskvöld veitti skólastjóri viðtöku, fyrir hönd skólans, s.k. Skallagrímsbikar“ við athöfn í Íþróttamiðstöðinni. Umf. Skallagrímur veitir ár hvert stofnun eða fyrirtæki sem stutt hefur vel við starf félagsins þennan bikar sem og annan eignarbikar. Hér með er félaginu þakkað ánægjulegt samstarf sem vonandi heldur áfram að þróast á komandi árum æskufólki okkar til framdráttar.

Mötuneyti á vorönn

Ritstjórn Fréttir

Á vorönn er forráðamönnum gert mögulegt að hafa meira val um daga í mötuneyti en verið hefur síðustu tvær annir. Það fyrirkomuleg sem boðið verður upp á núna er þannig að hægt verður að velja um hádegismat í tvo daga (mánudag og þriðjudag) eða fimm daga í viku.

Fréttabréf 6

Ritstjórn Fréttir

Nú er að fara í dreifingu nýtt fréttabréf. Er það aðgengilegt í Gullakistunni en einnig má lesa það hér. Með tilkomu þessarar síðu kemur prentað fréttabréf ekki jafn ört út og áður.

„Flýgur fiskisagan“

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 4. bekkja buðu foreldrum á sýningu í dag á afrakstri þriggja vikna vinnu um sjó, fiska og fólk. Nemendur sungu sjómannalög, bjuggu til bæklinga í tölvum og fleiri verkefnum tengdum bókinni „Flýgur fiskisagan“. Arna og Guðrún Rebekka

Stærðfræðikeppni

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 26. febrúar verður haldin stærðfræðikeppni á vegum FVA á Akranesi. Þar verður keppt í þremur flokkum, 8. 9. og 10. b. og koma keppendur víða af Vestuirlandi. Þessi keppni hefur verið haldin í nokkur ár.

Annaskipti

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í það að miðönn ljúki og vorönnin byrji. Í næstu viku fara mánudagur til miðvikudags að mestu undir próf hjá mið – og unglingastigi en síðasti kennsludagur annarinnar er n.k. föstudagur.

Bekkjarvefur 5. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

5. bekkingar (árg.92) hafa verið að vinna að því verkefni m.a að koma verkefnum sínum á vef og nota þannig kosti hans til verkefnaskila. Vefinn er hægt að nálgast hér eða af fréttasíðu 5. bekkjar.

Dansleikur

Ritstjórn Fréttir

Á morgun stendur nemendum 8.-10. bekkja skólans til boða að fara á dansleik með hljómsveitinni „Á móti sól“. Dansleikurinn er haldinn í Logalandi og eru það svokallaðir sveitaskólar á Vesturlandi sem standa fyrir honum.

Óveður

Ritstjórn Fréttir

Minna virðist ætla að verða úr veðrinu sem spáð hefur verið um helgina. Þó vantaði einn skólabíl af Mýrunum og allmargir nemendur voru heima vegna veðurs. Hér var að sönnu töluvert hvasst á tímabili en ekkert aftakaveður.