Lús

Ritstjórn Fréttir

Á fyrstu dögum skólaársins hefur orðið vart við lús í hári nemenda. Er hér um ræða fá tilfelli og skólahjúkrunarfræðingur er í samskiptum við foreldra þeirra nemenda sem hafa orðið fyrir þessum ófögnuði. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast mjög vel með hári barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima. Til þess að finna út hvort viðkomandi hefur smitast af höfuðlús þarf að kemba hárið með lúsakambi. Foreldrar eru því vinsamlegast beðnir

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi var settur í gær við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni. Skólastjóri ávarpaði samkomuna (sjá hér). Þær mæðgur Sigríður Jónsdóttir og Birna Þorsteinsdóttir fyrrverandi kennara við skólann færðu skólanum einkennissöng skólans að gjöf og var hann frumflutturá skólasetningunni.

Skólasetning mánudaginn 25. ágúst

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur mánudaginn 25. ágúst kl. 13:00 í Íþróttamiðstöðinni. Skólabíll mun fara úr Bjargslandi kl. 12:40 og 12:50. Að skólasetningu lokinni fara nemendur upp í skóla og hitta umsjónarkennara sína og fá afhendar stundatöflur og innkaupalista (þá er einnig hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://grunnborg.is/). Nemendur mæta samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 26. ágúst. Akstur úr dreifbýli verður með hefðbundnum hætti. Foreldrar/forráðamenn grunnskólabarna athugið að hafa strax samband

Skjólið opnar 1. september

Ritstjórn Fréttir

Því miður verður ekki hægt að opna Skjólið fyrr en 1. september. Nemendur úr dreifbýli munu eftir sem áður hafa þar afdrep frá fyrsta skóladegi. Fyrirhugað er að reka skjólið með breyttu sniði í vetur. Nemendur úr dreifbýli munu hafa afdrep sitt þar þangað til að skólabílar fara. Nemendur sem kaupa sér vistun í Skjólinu verða í skipulagðri dagskrá. Stefnt er að því að þessum tveimur hópum verði ekki blandað

Grunn- og símenntun starfsfólks

Ritstjórn Fréttir

Dagana 12. – 14. ágúst sótti starfsfólk grunnskólanna í Borgarbyggð endurmenntunarnámskeið að Þingahamri. Fyrstu tveir dagarnir voru tileinkaðir fjölbreyttum og sveigjanlegum kennsluháttum (sjá Litróf kennsluaðferðanna) sem var undir stjórn Ingvars Sigurgeirssonar prófessors við Kennaraháskóla Íslands og Lilju S Ólafsdóttur aðstoðarskólastjóra. Á námskeiðinu var fólki skipt upp í hópa. Hóparnir munu vinna áfram að sínum verkefnum og skila niðustöðum sínum á málstofu námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að námskeiðinu ljúki um

Nýir skólastjórnendur

Ritstjórn Fréttir

Hilmar Már Arason tekur við starfi skólastjóra þann 1. ágúst n.k. en Kristján Gíslason skólastjóri er að fara í námsleyfi. Frá sama tíma tekur Lilja S. Ólafsdóttir við starfi aðstoðarskólastjóra.

Nýir kennarar

Ritstjórn Fréttir

Nú hefur verið gengið að fullu frá kennararáðningum við skólann. Þeir sem ráðnir hafa verið eru eftirtaldir: Anna Dóra Ágústdóttir leiðbeinandi Guðmunda Ólöf Jónasdóttir leikskólakennari Pálmi A Franken grunnskólakennari Svanhildur Kristjánsdóttir grunnskólakennari Guðríður Pétursdóttir grunnskólakennari Þær Anna Dóra og Guðmunda eru þó ekki alveg ókunnar hér því þær hafa starfað hér undanfarin ár sem stuðningsfulltrúar og Svanhildur hefur einnig unnið hér sem stuðningsfulltrúi og eins var hún hér í æfingakennslu

Kannanir – helstu niðurstöður

Ritstjórn Fréttir

Nú er hægt að nálgast helstu niðurstöður úr þeim könnunum sem gerðar voru hér í skólanum í vetur varðandi skólastarfið. Gerðar voru viðhorfakannanir hjá starfsmönnum, foreldrum og nemendum 4., 7. og 10. bekkja. Þessar niðurstöður er að finna undir“Gullakistan – sjálfsmat.“ Sjálfsmatsskýrslan sjálf mun svo birtast fljótlega en lokagerð hennar hefur tafist af ýmsum ástæðum.

Myndir frá skólaslitum og útskrift.

Ritstjórn Fréttir

Nú er skólanum lokið þetta árið og útskriftarathöfn og skólaslit að baki.Það er þó sjaldan svo að minningin ein lifi því nútímatækni gerir okkur kleift að mynda atburði á við þessa til að fríska upp á minninguna. Hér eru myndir frá skólaslitum og útskrift 10. bekkinga á hótelinu.

Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Skólanum verður slitið miðvikudaginn 4. júní í Íþróttamiðstöðinni. Hefst athöfnin kl. 13 og eru allir velkomnir. Öllum nemendum 1-9. bekkja verða þar afhentir vitnisburðir sínir. Útskrift 10. bekkinga fer síðan fram í Hótel Borgarnesi og hefst kl. 17.