38.472 kennslustundir að baki !!!

Ritstjórn Fréttir

Guðmundur Sigurðsson, sem hefur starfað í skólanum frá því 1959 var að kenna síðustu kennslustundina í dag. Nú taka við flutningar suður í Garðabæ þar sem hann hefur verið að hreiðra um sig í nýju raðhúsi. Starfsfólk skólans óskar honum allra heilla og þakkar kærlega ánægjulegar samverustundir.

Fundur í umhverfisráði skólans

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudagskvöldið 21. maí var síðasti fundur í umhverfisráði Grunnskólans í Borgarnesi. Það er þungamiðja Grænflaggs verkefnisins sem skólinn er þátttakandi í. Markmið þessa verkefnis er m.a að bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. Auk þess að efla samfélagskennd innan skólans. Ráðið skipuleggur og stýrir verkefninu. Í umhverfisráðinu sitja fulltrúar 13 bekkjadeilda skólans, frá 4. – 10. bekkjar, 2 kennarar, 2 foreldrar, aðstoðarskólastjóri, gangavörður og húsvörður.

Vorpróf

Ritstjórn Fréttir

Síðustu fjóra dagana í skólanum nú í vor verða nemendur unglingastigs í vorprófum. Er engin frekari kennsla þessa daga. Mæting er á venjulegum tíma og eru nemendur væntanlega búnir vel fyrir hádegi með verkefni sín.

Vorferð 6. bekkja

Ritstjórn Fréttir

6. bekkir skólans fara í sína vorferð n.k. fimmtudag. Verður haldið í Stykkishólm þar sem farið verður í sund og síðan í siglingu með Sæferðum um Breiðafjarðareyjar.

Starfskynning

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 10. bekkjar eru nú í starfskynningu í fyrirtækjum hér í héraðinu. Er starfskynningin samstarfsverkefni Rotaryklúbbs Borgarness og skólans. Á morgun verur farið með nemendur í kynnisferð að Hvanneyri og Grundartanga þar sem álverið verður skoðað. Nemendur kynna svo þau fyrirtæki sem þeir heimsóttu á Rotaryfundi n.k. fimmtudag.

1. B í fjallgöngu

Ritstjórn Fréttir

Kl. 12 á hádegi laugardagsins 10. maí safnaðist saman um þrjátíu manna hópur á bílastæðinu neðan við Grábrók í Norðurárdal. Voru þarna samankomnir flestir nemendur 1. B í Grunnskóla Borgarness ásamt foreldrum, systkynum, vinum og öðrum vandamönnum. Nokkrar MYNDIR

Lok samræmdu prófanna

Ritstjórn Fréttir

Nú fyrir hádegi luku nemendur 10. bekkjar sínum samræmdu prófum. Var glímt við stærðfræðina að þessu sinni. Núna eftir hádegi fara nemendur í sund og síðdegis verður farið í óvissuferð. Komið verður til baka um kl. 23 í kvöld.

Lausar stöður við skólann

Ritstjórn Fréttir

Kennarar Meðal kennslugreina eru enska á unglingastigi og almenn kennsla á yngsta- og miðstigi. Starfsmaður á skólasafni Laus er 75% staða starfsmanns á skólasafni. Meðal verkefna eru umsjón með safninu og safnakennsla.

Vorferð 8. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Vorferð 8. bekkjar verður að Görðum í Staðarsveit líkt og síðasta vor. Verður farið héðan að morgni mánudags, 18. maí og komið til bara um miðjan dag þriðjudaginn 19. maí.

Vorferð 7. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Vorferð 7. bekkjar er að þessu sinni eyjaferð með Sæferðum í Stykkishólmi. Farið verður frá skólanum kl. 8 stundvíslega föstudaginn 9. maí og komið heim seinni part dags.