Fiskasýning

Ritstjórn Fréttir

Í náttúrufræðistofu skólans er í dag hægt að skoða margskonar tegundir af fiskum. Hafa nemendur verið spenntir að kynna sér fiskana, sem margir hverjir eru ekki algeng sjón hér í Borgarfirði.

Skólakeppni UMSB

Ritstjórn Fréttir

Eins og undanfarin ár, sér Íris Grönfeld, með góðri aðstoð íþróttakennara, um skólakeppnina. Þar keppa allir grunnskólanemar í héraðinu í frjálsum íþróttum og fá stig fyrir árangur sinn.

Kennaranemar

Ritstjórn Fréttir

Nú eru hér í æfingakennslu í 3 bekk A þær Eva Lind Jóhannsdóttir og Eva Karen Þórðardóttir. Æfingakennari þeirra er Sóley Sigurþórsdóttir. Verða þær stöllur hér næstu fimm vikur.

Söngkeppni yngri nemenda

Ritstjórn Fréttir

Söngkeppni yngri nemenda fór fram í gærdag í Óðali. Mikil þátttaka var hjá börnunum og voru lögin sem flutt voru vel á fjórða tuginn. Leikar fóru þannig að sigur úr bítum bar Marta Lind Róbertsdóttir úr 6A.

Foreldrafélagið

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélag skólans hefur opnað heimasíðu hér á netinu. Er hana að finna undir tengli félagsins hér til hliðar. Þarna birtast allar helstu upplýsingar um félagið og tilgang þess.

Minnkum slysahættu

Ritstjórn Fréttir

Þeir sem aka börnum sínum í skólann á morgnana eru beðnir um að aka ekki inn á skólalóðina. Best er að hleypa börnunum út við „himnastigann“ eða Helgugötumegin við skólann.

Fjör í íþróttahúsi

Ritstjórn Fréttir

Það var fjör í íþróttahúsinu núna í hádeginu þegar nemendur 8.-10. bekkja komu þar saman til þess að etja kappi í ýmsum keppnisgreinum. Sjá Mynd.

100 hátíð

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 1. bekkjar fagna því á morgun að þeir hafa verið í 100 daga í skólanum. Verður ýmislegt til gamans gert á þessum merku tímamótum.

Próf Í 8.-10. bekk.

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í það að þessari önn ljúki. Ákveðið hefur verið að hafa próf í 8.-10. bekk dagana 17. – 19. febrúar. Þá daga er eingöngu prófað og verður gefin út prófatafla fljótlega.

Gaman saman

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 31. janúar er ætlunin að leysa upp hefðbundna stundaskrá hjá 8. – 10. bekk milli kl 12 og 14. Þá verður öllum stefnt í íþróttahúsið og er þar ætlunin að nemendur leiði saman hesta sína í ýmsum íþróttagreinum.