Föstudaginn 31. janúar er ætlunin að leysa upp hefðbundna stundaskrá hjá 8. – 10. bekk milli kl 12 og 14. Þá verður öllum stefnt í íþróttahúsið og er þar ætlunin að nemendur leiði saman hesta sína í ýmsum íþróttagreinum.
Sjálfsmat – könnun
Nú er vinna við sjálfsmatið á skólastarfinu hafið. Byrjað var í dag á því að leggja fyrir viðhorfakönnun og hafa nokkrir starfsmenn þegar svarað henni.
Tannfræðsla
Í dag fá nemendur 4.-8. bekkja fræðslu um tannhirðu. Um fræðsluna sér Katrín Ólafsdóttir tannfræðingur sem kemur frá Heilbrigðisráðuneytinu. Er fræðslan í formi fyrirlestrar og myndasýningar. Þeir nemendur sem eftir eru fá sína fræðslu 11. febrúar.
6. bekkur í stjörnuskoðun
Í morgun fóru báðir 6. bekkirnir í stjörnuskoðun með kennurum sínum, þeim Kolbrúnu Kjartansdóttur og Lindu Traustadóttur. Himinninn var stjörnubjartur og tunglið sást vel, Karlsvagninn var greinilegur, Venus var skær, fólk taldi sig sjá Orion, Litla Björn og 2 gervitungl!
Gettu betur
Í kvöld leiða saman hesta sína í spurningakeppni framhaldsskólanna lið FVA og Verslunarskóla Íslands. Þrír fyrrverandi nemendur skólans eru þar þátttakendur.
Söngkeppni Óðals
Nú er nýlokið söngkeppni Óðals. 16 lög voru flutt af nemendum úr Grunnskólanum í Borgarnesi og Varmalandsskóla í keppninni, sem fór ákaflega vel fram.
Sjálfsmat skóla
Í dag sátu meðlimir sjálfsmatshópa grunnskólanna í Borgarbyggð á námskeiði um framkvæmd sjálfsmats sem öllum skólum er gert að sinna.
Tannvernd
Þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. janúar verður tannfræðingur frá Heilbrigðisráðuneytinu hér í skólanum og uppfræðir alla nemendur um tannhirðu. Svona fræðsla er reglubundin á tveggja ára fresti.
Fræðsla um alnæmi
Miðvikudaginn 22. janúra kemur fulltrúi Alnæmissamtakanna í heimsókn hingað í skólann með fræðslu um þennan sjúkdóm fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Þessi fræðsluferð er styrkt af landlækni og fjallað verður um.. (sjá meira)
Söngkeppni NFGB
Mánudaginn 20. janúar verður efnt til söngkeppni í Óðali. Keppendur eru úr 8.-10. bekk og mun sigurvegari taka þátt í söngkeppni Samfés í Reykjavík síðar í mánuðinum.