Vorferð 9. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

9. bekkur fer í vorferð sína dagana 8. og 9. maí. Verður farið í Stykkishólm að morgni fimmtudags, þaðan farið í siglingu um eyjarnar og svo haldið inn í Dali þar sem gist verður að Laugum í Sælingsdal. Heimkoma síðan eftir hádegi á föstudag.

Maí

Ritstjórn Fréttir

Á morgun er 1. maí og er þá frí í skólanum. Á föstudaginn byrja svo samræmd próf hjá 10. bekk en þau standa til 12. maí. Kennsla hjá öðrum bekkjum verður með venjubundnum hætti. Maí er oft tími vettvangsferða og útiveru. Verður það tilkynnt þegar þar að kemur.

Heimsókn frá danska vinabænum.

Ritstjórn Fréttir

Þessa dagana eru hér í heimsókn 22 nemendur frá vinabæ Borgarbyggðar í Danmörku úr Valdekilde Hövre Friskole ásamt kennurum, foreldrafulltrúa og leiðsögumanni. Nemendur dvelja á heimilum í þrjá daga og ýmislegt brallað á meðan á dvölinni stendur. Er það mikil ánægja að slíkt samband skuli komast á og vonandi að framhald verði á. Á sunnudag mun Borgarbyggð bjóða gestum og gestgjöfum til „farvelfest“ og munu Danirnir yfirgefa Borgarnes á mánudag.

Páskafrí

Ritstjórn Fréttir

Að lokinni kennslu í dag hefst langþráð páskafrí. Skólinn óskar öllum gleðilegra páska og óskar jafnframt væntanlegum fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra til hamingju á merkum tímamótum. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 22. apríl skv. stundaskrá.

Viðhorfakannanir – niðurstöður

Ritstjórn Fréttir

Fyrir nokkru tóku allir starfsmenn skólans og nemendur 4., 7. og 10. bekkja og forráðamenn þeirra þátt í könnun þar sem könnuð voru viðhorf þessara hópa til ýmissa þátta skólastarfsins. Er þetta liður í gagnasöfnun fyrir sjálfsmatsskýrslu sem væntanleg er í júní skv. áætlun þar um. Eru niðurstöður þessara viðhorfakannana hér að finna.

Leiksýning

Ritstjórn Fréttir

Í dag fara nemendur og starfsmenn yngsta stigs skólans á leiksýningu sem nemendur Andakílsskóla eru með í Brún í Bæjarsveit. Sýna þeir þar Kardemommubæinn. Lagt verður af stað frá skólanum um kl. 12:30 og komið til baka um kl. 15. Heimferð seinkar því sem því nemur.

Samræmdu prófin

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist óðum í það að 10. bekkingar taki sín samræmdu próf, en fyrsta prófið er 2. maí. Vegna páskafrís og annarra frídaga í apríl eru ekki margir kennsludagar eftir hjá þeim og er undirbúningurinn því í hámarki þessa dagana.

Veikindi

Ritstjórn Fréttir

Síðustu daga hafa veikindi herjað nokkuð á starfsfólk skólans og nemendur. Af þeim sökum hefur eitthvað þurft að fella niður kennslu og einnig þurfti að fella niður tvær sýningar NFGB á Litlu Hryllingsbúðinni í Óðali.

Frumsýning

Ritstjórn Fréttir

Klukkan 20 í kvöld frumsýnir NFGB leikritið Litlu hryllingsbúðina í Félagsmiðstöðinni Óðali. Hópur nemenda hefur verið undanfarnar vikur að æfa verkið undir stjórn Jakobs Þórs Einarssonar.

Stóra upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Í dag fer fram í Reykholti Stóra upplestrarkeppnin fyrir Borgarfjörð og Dali. Tveir upplesarar úr hverjum skóla (7. bekk) taka þátt í keppninni. Frá okkur taka þátt þau Eiríkur Teódórsson og Anna María Aradóttir.