Umhverfisráð

Ritstjórn Fréttir

Stofnað hefur verið umhverfisráð við skólann. Er hlutverk þess að vinna að og fylgja eftir þeim áherslum og markmiðum sem sett eru í verkefninu „Grænflaggið“ Á heimasíðu verkefnins er að finna allar upplýsingar um það.

Skráning í samræmd próf

Ritstjórn Fréttir

15 janúar rennur út frestur fyrir nemendur 10. bekkjar til að skrá sig í samræmd próf. Prófað verður í sex námsgreinum í vor og verður fyrsta prófið 2. maí.

Skólaþróun

Ritstjórn Fréttir

Í dag hafa verið hér í heimsókn Hafdís Guðjónsdóttir og Hafþór Guðjónsson lektorar við KHÍ. Tilgangur er að hitta kennara að máli og styðja þá og styrkja í þeirri þróunarvinnu sem í gangi er.

Vikuáætlanir

Ritstjórn Fréttir

Nú geta allir notendur síðunnar séð vikuáætlanir 1., 3. og 5. bekkja. Kemur þar fram hvað kennt verður í vikunni og áætlun um heimanám.

Endurskoðun skólanámskrár

Ritstjórn Fréttir

Nú er hafin endurskoðun skólanámskrárinnar en hún var fyrst gefin út árið 2000. Búið er að fara í gegn um undirbúning endurskoðunarinnar en vinnan hefst nú í þessum mánuði.

Starfsmannamál

Ritstjórn Fréttir

Björg Ólafsdóttir kennari (textílmennt) er í veikindaleyfi þennan mánuð og fer síðan í fæðingarorlof.

Bett2003

Ritstjórn Fréttir

Í dag hefst í London viðamikil sýning og ráðstefna um tölvu- og upplýsingatækni í skólum. Sýningin nefnist Bett2003 og er árlegur viðburður.

Rómeó og Júlía

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 9. bekkja hafa undanfarið verið að fræðast um bókmenntaverkið Rómeó og Júlíu. Af því tilefni fara nemendur og kennarar ásamt nokkrum forráðamönnum í leikhús n.k. föstudag og sjá verkið.

Fjárhagsáætlun 2003

Ritstjórn Fréttir

Nú er verið að leggja síðustu hönd á fjárhagsáætlun skólans. Eins og fram hefur komið fær skólinn núna úthlutaðan s.k. fjárhagsramma sem hann verður að sníða starfsemi sína að. Fyrir liggur að gæta verður strangasta aðhalds í rekstri til þess að ná markmiðum, bæði í starfsmannahaldi og almennum rekstri. Verður því megináherslan lögð á að sinna lögboðnum verkefnum með sem bestum hætti.

Nýir nemendur

Ritstjórn Fréttir

Nú um áramótin fjölgar nemendum skólans um þrjá. Fimm koma nýir inn en tveir hætta. Eru þá 319 nemendur skráðir í skólann og hefur þeim fjölgað um 10 frá því skólinn var settur í ágúst.