Auglýst eftir fulltrúum foreldra

Ritstjórn Fréttir

Síðustu þrjú skólaár hefur skólinn verið þátttakandi í s.k. Grænflaggsverkefni. Markmiðið með því er að: Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku Efla samfélagskennd innan skólans Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning Eitt af því sem þarf

Nýtt fréttabréf

Ritstjórn Fréttir

Nýtt fréttabréf er komið út og verður því væntanlega dreift á morgun. Einnig er hægt að lesa það hér. Smá leiðrétting – „singstar“ keppnin sem sagt er frá verður í Óðali en ekki á hótelinu.

Vetrarfrí

Ritstjórn Fréttir

Nú á föstudaginn er vetrarfrí í skólanum skv. áður útgefnu skóladagatali. Þennan dag liggur öll starfsemi skólans niðri. Nýtt fréttabréf er væntanlegt á vefinn síðar í dag.

Breyting á starfsáætlun 10. febrúar

Ritstjórn Fréttir

Orðsending til forráðamanna Símenntun Kennarar skólans munu sækja faggreinanámskeið 10 samstarfsskóla á Mið – Vesturlandi fimmtudaginn 10. febrúar kl 13 – 16. Af þeim sökum fara nemendur heim að loknum hádegisverði. Kennslu verður hætt sem hér segir: Yngsta stig – 12:05 Miðstig – 12:10 Unglingastig – 11:40 Skólaakstur verður skipulagður þannig að nemendur geti borðað hádegisverð fyrir heimför. Skv. skóladagatali er engin kennsla í skólanum á morgun – öskudag, en

Flensa og kvef

Ritstjórn Fréttir

Enn herjar flensan á starfsfólk, börn þeirra og nemendur. Reynt er eins og hægt er að halda uppi fullri kennslu en stundum verður að fella niður kennslustundir. Er þá treyst á að nemendur geti verið sjálfum sér nógir í stuttan tíma. Því kunna nemendur stundum að koma fyrr heim en venjulega. Í dag fellur niður kennsla í dönsku á unglingastigi og í heimilisfræði hjá 7. bekk.

Laugar

Ritstjórn Fréttir

Vikuna 17. – 21. janúar dvöldu nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi ásamt jafnöldrum sínum frá Varmalandi, Búðardal og Tjarnarlundi í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal. Nemendur skemmtu sér konunglega bæði við leik og störf eins og sjá má á þessum myndum. Skólabúðir þessar eru reknar af UMFÍ og Dalabyggð og var þetta fyrsti hópurinn sem dvelur í búðunum.Öll aðstaða á staðnum er til fyrirmyndar og dagskráin fyrir unglingana

Annaskipti

Ritstjórn Fréttir

Vegna þeirrar röskunar sem varð á kennslu í haust hefur skólaárinu verið skipt í tvær annir í stað þriggja. Annaskipti eru í næstu viku og er fimmtudagurinn 27. janúar ætlaður frágangi námsmats og undirbúningi foreldraviðtala. Þau verða síðan föstudaginn 28. janúar. Þessa daga verður því engin kennsla í skólanum en skólaskjólið verður opið. Upplýsingar um tíma í viðtöl ættu að vera komin heim með nemendum.

Skólabúðir á Laugum

Ritstjórn Fréttir

Þessa vikuna dvelja nemendur 9. bekkjar í skólabúðum á Laugum í Dalasýslu ásamt umsjónarkennurum sínum. Þessar skólabúðir eru samstarfsverkefni Dalabyggðar og UMFÍ og eru nemendur héðan, Varmalandi og úr Dölum fyrstu gestirnir. Ekki er annað vitað en allir hafi það gott og skemmti sér hið besta, enda aðstæður ákjósanlegar fyrir svona skólabúðir. Heimasíða skólabúðanna er www.umfi.is/laugar