Skór teknir í misgripum

Ritstjórn Fréttir

Á foreldraviðtalsdaginn (þriðjudaginn 25 febrúar), á tímabilinu 8:45 – 10:20, voru svartir kvenskór nr. 40 teknir í misgripum, í forstofu unglingadeildar, fyrir eins skó nema þeir eru 1 númeri minni Ef einhver kannast við að vera í of stórum skóm þá vinsamlegast hafið samaband við ritara skólans í síma 437 1229

Nemendur taka þátt í PISA könnun 26. mars

Ritstjórn Fréttir

PISA er umfangsmikil alþjóðleg rannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði, stærðfræði og þrautalausn. PISA er skammstöfun fyrir enska heiti rannsóknarinnar Programme for International Student Assessment. Rannsóknin er á vegum OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar). Alls taka 32 þjóðir þátt í rannsókninni, þar af 28 aðildarríki OECD. Námsmatsstofnun (áður Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála) sér um framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi fyrir hönd menntamálaráðuneytisins. Sjá:http://namsmat.is/pisa/

Danskur gestakennari verður í skólanum í 4 vikur, 3. mars – 28. mars

Ritstjórn Fréttir

Hanne Frøslev, danskur gestakennari er nú hjá okkur í skólanum í 4 vikur, 3. mars – 28. mars.Það er 3 ára samningur í gangi milli danska menntamálaráðuneytisins og þess íslenska um að Danir styðji við dönskukennslu á Íslandi. Þetta skólaár hafa þeir kostað 1 lektor við Kennaraháskólann og 2 gestakennara sem hafa farið milli grunnskóla, Hanne og John Skånberg. Þau Hanne og John voru valin úr hópi 40 umsækjenda.

Nemendum hefur fjölgað

Ritstjórn Fréttir

Þegar skóli hófst í haust voru 309 nemendur á skrá. Í dag eru þeir orðnir 328, 173 piltar og 155 stúlkur. Nemendum hefur því fjölgað um 19 á tímabilinu. Viljum við bjóða þessa nýju nemendur okkar og fjölskyldur þeirra velkomin og vonumst við til að þeir eigi eftir að eiga ánægjulegar stundir hér hjá okkur.

6. bekkur heimsækir Rafheima

Ritstjórn Fréttir

Í dag eru nemendur í 6. bekk í heimsókn í Rafheimum, sem er kennslusafn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar kynnast nemendur ýmsum undrum rafmagnsins og kynna sér sögu rafmagns í landinu. Að lokinni kennslu í Rafheimum verða borðað pizzur og áætluð heimkoma er 14:00 – 14:30.

Vetrarfrí á öskudag

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 5. mars sem er öskudagur er vetrarfrí í skólanum og verður hann lokaður þann dag, einnig er skólaskjólið lokað.

3 bekkur á Alþingi

Ritstjórn Fréttir

Í fyrramálið fer 3. bekkur skólans ásamt kennurum sínum til Reykjavíkur í námsferð. Megintilgangurinn er að heimsækja Alþingi en einnig verður komið við á fleiri stöðum.

Stærðfræðikeppni FVA

Ritstjórn Fréttir

Í dag fóru tæplega 40 nemendur unglingadeildar skólans á Akranes og tóku þar þátt í stærðfræðikeppni sem haldin er af FVA fyrir alla grunnskóla á Vesturlandi. Nú sló þátttaka öll met en alls voru keppendur liðlega 200 talsins.

Skallagrímsbikarinn

Ritstjórn Fréttir

S.l. föstudagskvöld veitti skólastjóri viðtöku, fyrir hönd skólans, s.k. Skallagrímsbikar“ við athöfn í Íþróttamiðstöðinni. Umf. Skallagrímur veitir ár hvert stofnun eða fyrirtæki sem stutt hefur vel við starf félagsins þennan bikar sem og annan eignarbikar. Hér með er félaginu þakkað ánægjulegt samstarf sem vonandi heldur áfram að þróast á komandi árum æskufólki okkar til framdráttar.