Jólaföndur á yngsta stigi

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á yngsta stigi hafa í morgun verið í jólaföndri ásamt starfsmönnum og sjálfboðaliðum úr hópi forráðamanna. Hefur verið gaman að fylgjast vinnunni hjá nemendum. – mynd 1, mynd 2.

Útvarp Óðal

Ritstjórn Fréttir

Nú eru hafnar útsendingar útvarps Óðals sem er árviss viðburður á aðventunni. Verður útvarpið starfsrækt fram á föstudagskvöld, en útvarpað er frá kl. 10 – 23. Er mikil fjölbreytni í dagskránni en nemendur hafa lagt á sig mikla vinnu, margir hverjir, til að gera þætti sína sem best úr garði. Útvarpið næst á FM 101,3 en einnig er hægt að hlusta frá heimasíðu Óðals.

Heimsókn í Rafheima

Ritstjórn Fréttir

Í dag eru 10. bekkingar í heimsókn í Rafheima, sem er kennslusafn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar kynnast nemendur ýmsum undrum rafmagnsins og kynna sér sögu rafmagns í landinu. Að lokinni kennslu í Rafheimum verður borðað í Kringlunni og síðan haldið heim á leið.

Þemavika hjá miðstigi…

Ritstjórn Fréttir

Nú er vinna í fullum gangi hjá nemendum miðstigs. Eru þeir að vinna í hópum að mismunandi viðfangsefnum sem þó eru öll tengd. Tengjast viðfangsefnin öll hjálparstarfi hverskonar. Er gaman að sjá hvernig verkefnin þróast hjá þeim.

Litlu jólin

Ritstjórn Fréttir

Litlu jólin verða haldin hátíðleg í skólanum föstudaginn 20. des. Nemendur mæta á venjubundnum tíma í sínar heimastofur. Eiga þeir þar saman stund með umsjónarkennurum sínum en halda að því loknu niður í íþróttamiðstöð. Þar verður skemmtun fyrir alla og verður sungið, leikið og dansað. Áætlað er að skemmtuninni verði lokið um kl. 12. Allir þeir sem tök hafa á að mæta eru velkomnir.

Þemavika á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Næsta vika verður með óhefðbundnum hætti hjá miðstiginu. Verður unnið í hópum þvert á bekki og verður fjallað um hjálparstarf og fátækt. þessa daga verður kennt til kl. 13:30.

Fundur um vímuvarnir

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 3. desember verður haldinn fræðslufundur um vímuvarnir í Óðali. Erindi flytur Magnús Stefánsson frá Marita samtökunum en hann er fyrrverandi fíkill. Einnig mætir fulltrúi frá lögreglunni og félagsmálastjóri Borgarbyggðar. Allir foreldrar nemenda í 8.-10. bekk eru hvattir til að mæta. Aðrir foreldrar að sjálfsögðu velkomnir. Þessi fundur er styrktur af Borgarfjarðardeild Rauða Krossins og hefst kl. 20.

FM-Óðal

Ritstjórn Fréttir

Þessa dagana eru nemendur, ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Óðals að undirbúa sitt árlega jólaútvarp. Útvarp Óðal. Hafa nemendur og kennarar verið að undirbúa og taka upp bekkjarþætti núna í vikunni og hafa upptökur gengið vel. Útvarpið verður starfsrækt dagana 9. – 13 desember. Útvarpað er á FM 101,3.

7. bekkur frá Reykjum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 7. bekkjar komu frá Reykjum um kl, 13:30 í dag. Hefur dvölin þar verið ákaflaga skemmtileg og að sögn kennara þeirra var hegðun þeirra og framkoma til mikillar fyrirmyndar. Það er ávallt gaman þegar nemendur vekja á sér athygli fyrir góða og skemmtilega framkomu. Það er góð kynning fyrir byggðarlagið.

Diskótek

Ritstjórn Fréttir

Diskótek verður haldið fyrir nemendur í 8.-10. bekk í Óðali í kvöld. Hefst það kl. 20:30 og stendur til kl. 24. Verður nemendum úr sveitinni séð fyrir skólaakstri.