Viðbrögð við bruna æfð

Ritstjórn Fréttir

Í morgun voru æfð viðbrögð við bruna, samkvæmt öryggisáætlun skólans (sjá hér). Þetta er í fyrsta skiptið sem slík æfing er framkvæmd í skólanum. Tókst hún í alla staði vel, það tók um 3 mín að rýma skólann. Komu í ljós nokkur atriði sem þarf að lagfæra í öryggisáætlun skólans og verður það gert.

Góðir gestir í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Í dag komu tveir fulltrúar Sparisjóðs Mýrasýslu, þær Guðrún og Steinunn, í heimsókn í skólann í tilefni 90 ára afmælis Sparisjóðsins. Gáfu þær öllum nemendum skólans sundtöskur og klukkur í stofur. Auk þess gaf Sparisjóðurinn sérkennsludeild skólans tvær tölvur sem koma til með að svara brýnni þörf. Viljum við þakka kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir og óskum afmælisbarninu til hamingju með þessu merku tímamót.

Árgangur 1963 í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Fyrrverandi nemendur skólans sem útskrifuðust 1979 hittust í Borgarnesi í dag og gerðu sér dagamun. Mættu þau fyrst í gamla skólann sinn og skoðuðu sig um, rifjuðu upp gamlar minningar og fengu sér hollt og gott nesti. Flemming Jessen og Jón Þ. Björnsson fyrrverandi kennarar við skólann voru hópnum til halds og trausts.

Í lok þemaviku

Ritstjórn Fréttir

Í dag lauk þemavikunni formlega, m.a kynntu mendur í 8. – 10. bekkja fyrir yngri nemendum ýmis viðfangsefni sem tengjast heilbrigði og hollustu (myndir). Að því loknu gengu nemendur í 8. – 10. bekk fylgtu liði um bæinn og var kanilval stemming í hópnum (myndir).

Umsóknir í Skjól og mötuneyti

Ritstjórn Fréttir

Sótt er um í Skólaskjólið og/eða mötuneytið fyrir allan veturinn. Uppsagnir eða breytingar á umsóknum skulu berast skólaritara fyrir 20. hvers mánaðar og tekur uppsögnin/breytingin gildi næstu mánaðarmót á eftir

Heilbrigði og hollusta

Ritstjórn Fréttir

Þessa viku eru þemadagar í Grunnskólanum í Borgarnesi sem tengjast hollum og heilbrigðum lífsháttum. Markmið þessara daga er að fræða nemendur um mikilvægi heilbrigða og hollra lífshátta. Nemendur skoða eigin neyslu og hreyfingu og huga að því hvort það er eitthvað í eigin fari sem þeir geta bætt. Mismunandi áherslur eru eftir stigum. MYNDIR

Um bráðger börn

Ritstjórn Fréttir

Landssamtökin Heimili og skóli, Háskóli Íslands, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og nokkrar aðrar skólaskrifstofur á suðvesturhorni landsins hafa haft samstarf um gerð og framboð verkefna fyrir bráðger börn í grunnskólum undanfarin þrjú ár. Verkefnið, sem er ætlað börum fæddum árin 1989, 1990, 1991, 1992 og þykja skara fram úr í námi, er tilraun þar sem reynt er að búa þeim sem ákjósanlegust viðfangsefni og aðstæður til náms í samstarfi við færustu sérfræðinga.

Þemadagar 20. – 24. október

Ritstjórn Fréttir

Í þessari viku eru þemadagar í Grunnskólanum sem bera yfirskirftina Heilbrigði og hollusta. Allir bekkir skólans frá 2. – 10. bekk taka þátt í þessum dögum með margvíslegum hætti. Lögð er áhersla á þrjá meginþætti; hollan mat, svefn og hreyfingu. Hér er hægt að sjá myndir af unglingum sem voru í ýmsum íþróttum (hreyfingu) í dag

Samræmd könnunarpróf 4. og 7. bekkur

Ritstjórn Fréttir

Á morgun fimmtudag og á föstudag verða hin árlegu samræmdu könnunarpróf í stærðfræði og íslensku hjá 4. og 7. bekk. Prófin hefjast kl. 8:30 og þeim lýkur um kl. 11.