Tannvernd

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. janúar verður tannfræðingur frá Heilbrigðisráðuneytinu hér í skólanum og uppfræðir alla nemendur um tannhirðu. Svona fræðsla er reglubundin á tveggja ára fresti.

Fræðsla um alnæmi

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 22. janúra kemur fulltrúi Alnæmissamtakanna í heimsókn hingað í skólann með fræðslu um þennan sjúkdóm fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Þessi fræðsluferð er styrkt af landlækni og fjallað verður um.. (sjá meira)

Söngkeppni NFGB

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 20. janúar verður efnt til söngkeppni í Óðali. Keppendur eru úr 8.-10. bekk og mun sigurvegari taka þátt í söngkeppni Samfés í Reykjavík síðar í mánuðinum.

Fyrsti snjórinn

Ritstjórn Fréttir

Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar að fyrsti snjórinn félli ekki fyrr en 16. janúar. En svona er það nú samt þetta skólaárið. Fyrir yngstu börnin er þetta kærkomið en þau eldri láta sér fátt um finnast.

Umhverfisráð

Ritstjórn Fréttir

Stofnað hefur verið umhverfisráð við skólann. Er hlutverk þess að vinna að og fylgja eftir þeim áherslum og markmiðum sem sett eru í verkefninu „Grænflaggið“ Á heimasíðu verkefnins er að finna allar upplýsingar um það.

Skráning í samræmd próf

Ritstjórn Fréttir

15 janúar rennur út frestur fyrir nemendur 10. bekkjar til að skrá sig í samræmd próf. Prófað verður í sex námsgreinum í vor og verður fyrsta prófið 2. maí.

Skólaþróun

Ritstjórn Fréttir

Í dag hafa verið hér í heimsókn Hafdís Guðjónsdóttir og Hafþór Guðjónsson lektorar við KHÍ. Tilgangur er að hitta kennara að máli og styðja þá og styrkja í þeirri þróunarvinnu sem í gangi er.

Vikuáætlanir

Ritstjórn Fréttir

Nú geta allir notendur síðunnar séð vikuáætlanir 1., 3. og 5. bekkja. Kemur þar fram hvað kennt verður í vikunni og áætlun um heimanám.

Endurskoðun skólanámskrár

Ritstjórn Fréttir

Nú er hafin endurskoðun skólanámskrárinnar en hún var fyrst gefin út árið 2000. Búið er að fara í gegn um undirbúning endurskoðunarinnar en vinnan hefst nú í þessum mánuði.

Starfsmannamál

Ritstjórn Fréttir

Björg Ólafsdóttir kennari (textílmennt) er í veikindaleyfi þennan mánuð og fer síðan í fæðingarorlof.