Starfsdagur

Ritstjórn Fréttir

Starfsdagur kennara og annars starfsfólks verður föstudaginn 13. september. Kennsla fellur því niður þann dag.

Ungt fólk 2019 – kynning 17. september

Ritstjórn Fréttir

Kynningu, sem vera átti í dag, á niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk 2019 hefur verið frestað til þriðjudagsins 17. september kl. 18.00. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði HR mun kynna niðurstöðurnar. Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining hefur umsjón með fjölmörgum rannsóknum sem kanna hagi og líðan barna og ungmenna bæði á Íslandi og erlendis. Rannsóknarröðin …

Hvernig líður börnunum okkar?

Ritstjórn Fréttir

Samlokufundur fyrir foreldra! Átt þú barn í grunnskóla í Borgarbyggð eða í Menntaskóla Borgarfjarðar? Þá átt þú erindi á kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk 2019 sem haldin verður í Hjálmakletti þriðjudaginn 10. september kl. 18.00. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði HR mun kynna niðurstöðurnar. Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining hefur umsjón með fjölmörgum …

Miðstigsleikar

Ritstjórn Fréttir

Hið árlega frjálsíþróttamót nokkurra skóla á Vesturlandi, miðstigsleikarnir, fóru fram á íþróttavellinum í Borgarnesi þann 29. ágúst. Nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Laugagerðisskóla, Auðarskóla, Reykhólaskóla og Heiðarskóla kepptu í ýmsum íþróttagreinum; m.a. langstökki, kúluvarpi, hlaupum og fótbolta. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á leikunum.

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi var settur í íþróttahúsinu þann 26. ágúst, nokkru seinna en ráðgert hafði verið. Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri, bauð nemendur og starfsfólk velkomin til starfa og greindi frá helstu atriðum skólastarfsins. Framkvæmdir við skólann eru aðeins á eftir áætlun og mun skólastarfið fyrstu vikurnar á starfsárinu mótast nokkuð af því.   Fyrsti áfangi framkvæmdanna inniheldur nýjan sal, kennslurými fyrir …

Skólabíll

Ritstjórn Fréttir

Tímaáætlun skólabíls er komin á heimasíðuna. Allir bílarnir stöðva við biðskýlið við íþróttahúsið. Bílar á Mýrar fara kl. 14.30 alla daga.

Unglingastigið byrjar í menntó!

Ritstjórn Fréttir

Því miður þá verður ekki hægt að koma öllum nemendum fyrir í húsnæði skólans fyrr en þann 1. október. Því mun kennsla á unglingastigi fara fram í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrstu vikur skólaársins. Umsjónarkennarar munu hitta nemendur unglingastigs í sal Menntaskólan, að lokinni skólasetningu, og útskýra skipulag komandi vikna fyrir nemendum og forráðamönnum þeirra.

Mötuneyti við upphaf skólaárs

Ritstjórn Fréttir

Nýi salurinn í skólanum verður tilbúinn mánudaginn 26. ágúst, sama dag og skólinn verður settur. Nemendur geta matast þar en skólaeldhúsið verður ekki tilbúið fyrr en eftir nokkrar vikur. Samið hefur verið við Kræsingar um að sjá um mat í skólanum til fyrsta október. Senda þarf póst á grunnborg@grunnborg.is til að skrá nemendur í mat. Til boða stendur að vera …

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur mánudaginn 26. ágúst í íþróttahúsinu og hefst athöfnin kl. 11.00. Að lokinni skólasetningu fara nemendur í skólann ásamt umsjónarkennurum sínum. Kennsla á unglingastigi fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrstu vikur skólaársins.

Stjórn nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Ný stjórn nemendafélagsins var kynnt á skólaslitum í Skallagrímsgarði. Hana skipa Elinóra Ýr Kristjánsdóttir formaður, Elfa Dögg Magnúsdóttir varaformaður, Edda María Jónsdóttir gjaldkeri, Elín Björk Sigurþórsdóttir ritari og Valborg Elva Bragadóttir meðstjórnandi. Tæknimenn verða Jónas Bjarki Reynisson og Örn Einarsson. Stjórnin tekur til starfa í haust.