Stjórn nemendafélagsins 2020 – 2021

Ritstjórn Fréttir

Stjórn nemendafélagsins fyrir skólaárið 2020 – 2021 hefur verið valin. Stjórnina skipa Elva Dögg Magnúsdóttir formaður, Valborg Elva Bragadóttir varaformaður, Edda María Jónsdóttir gjaldkeri og Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Eyrún Freyja Andradóttir og Guðjón Andri Gunnarsson. Tæknistjórar eru Atli Freyr Ólafsson og Örn Einarsson. Tilgangur nemendafélagsins er að efla félagslegan áhuga nemenda, stuðla að félagsstarfi í skólanum og standa …

Úttekt vegna grænfána

Ritstjórn Fréttir

Nýlokið er úttekt sérfræðinga á vinnu að hinu svokallaða grænfánaverkefni í Grunnskólanum. Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefum grænfánans. Að jafnaði tekur sú vinna tvö ár. Þegar skóli hefur stigið …

Stjórn nemendafélagsins 2020 – 2021

Ritstjórn Fréttir

Stjórn Nemendafélags grunnskólans fyrir næsta skólaár hefur verið skipuð. Í henni sitja Elfa  Dögg Magnúsdóttir formaður, Valborg Elva Bragadóttir varaformaður, Edda María Jónsdóttir gjaldkeri og Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Guðjón Andri Gunnarsson og Eyrún Freyja Andradóttir. Tæknistjórar eru Örn Einarsson og Atli Freyr Ólafsson.  

Brautskráning nemenda

Ritstjórn Fréttir

Þann 5. júní voru 27 nemendur 10. bekkjar grunnskólans brautskráðir við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri, ræddi í ávarpi sínu þá jákvæðni og lausnamiðun sem einkennt hefur skólastarfið við óvenjulegar aðstæður í vetur. Framkvæmdir við skólahúsnæðið ollu því að flytja þurfti unglingadeildina, 100 nemendur, yfir í MB og kenna þar til 1. október. Kórónuveirufaraldurinn setti sannarlega svip á …

Að flokka hvern dag kemur skapinu í lag!

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í verkefninu Skóli á grænni grein og stefnir að því að draga grænfánann að húni í 8. sinn næsta haust. Umhverfisnefnd skólans er skipuð fulltrúum úr 2. – 10. bekk auk fulltrúa foreldra, starfsfólks og kennara. Í kynningu nefndarmanna á unglingastigi kemur fram að undanfarin tvö ár hefur áhersla verið lögð á eftirtalda þætti í …

Lok skólaársins

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í lok skólaársins og vorferðalög setja svip á skólastarfið. 10. bekkur fór á þriðjudag í tveggja daga ferð norður í Skagafjörð. Aðrir árgangar hafa farið í styttri vorferðir; svo sem í Hafnarskóg og á Seleyrina og í Einkunnir. Einnig hafa vinabekkir hist og 8. og 9. bekkir buðu nemendum 7. bekkjar í heimsókn á unglingastigið. Skólaslit verða föstudaginn …

Óskilamunir

Ritstjórn Fréttir

Umhverfisnefnd skólans hefur tekið saman alla óskilamuni sem fundist hafa og komið fyrir á sviðinu í sal skólans. Þar er að finna mikið af góðum fatnaði, ókjör af húfum og vettlingum, íþróttadót, bakpoka og fleira. Vonandi finna nú sem flestir týndu hlutina sína aftur.

Fiskidagurinn litli

Ritstjórn Fréttir

Einar Árni Pálsson er togarasjómaður og góðvinur skólans okkar. Í dag bauð hann nemendum og starfsfólki upp á stórkostlega fiskisýningu. Meðal þeirra fiska sem þar gaf að líta voru ýsa, þorskur, ufsi, karfi, grálúða, skata, búri, makríll, brúnháfur og gráháfur, stinglax og gulllax, snarphali og langhali, marhnútur, smokkfiskur, sæköngulær og sæbjúgu og ýmislegt fleira. Myndin sýnir gráháf og svo  rottufisk …

Glæsilegur árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Ritstjórn Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi árið 2020 var haldin þann 19. maí í Þinghamri á Varmalandi.  Nemendur í 7. bekkjum Grunnskólans í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Heiðarskóla og Auðarskóla tóku þátt í lokahátíðinni. Allir nemendur 7. bekkja hafa notið góðrar þjálfunar í sínum skólum frá 16. nóvember, sem er dagur íslenskrar tungu og upphafsdagur keppninnar á landsvísu. Þegar líða tekur á …