Árshátíð verður frestað

Ritstjórn Fréttir

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hafa skólastjórnendur tekið þá erfiðu ákvörðun að fresta fyrirhugaðri árshátíð grunnskólans sem vera átti þann 26. mars næstkomandi. Vonast er til að hægt verði að halda árshátíðina eftir páska.

Kórónaveiran – viðbrögð

Ritstjórn Fréttir

Leiðbeiningar frá embætti Landlæknis um hvernig vernda beri nemendur í skólum þegar smitsjúkdómar geisa hafa verið settar upp á kennarastofum og leiðbeiningar um handþvott hafa verið settar upp á öllum salernum. Kennarar hafa fengið upplýsingar um kórónaveiruna og munu að fjalla um málið  af yfirvegun þegar tækifæri gefast. Nemendur hafa verið fræddir um mikilvægi handþvottar og sýndar aðferðir við handþvott. …

Stóra upplestrarkeppnin – undankeppni

Ritstjórn Fréttir

Fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Borgarbyggð verða valdir fimmtudaginn 12. mars næstkomandi. Þá munu nemendur 7. bekkjar lesa upp fyrir foreldra og aðra gesti. Þriggja manna dómnefnd velur þrjá fulltrúa skólans, tvo aðalmenn og einn varamann, til að taka þátt í lokahátíðinni sem fram fer þann 26. mars á Varmalandi. Keppnin á fimmtudaginn fer fram í …

Samstarfssamningur félagsmálaráðuneytis, UNICEF og Borgarbyggðar

Ritstjórn Fréttir

Samstarfssamningur félagsmálaráðuneytis, UNICEF og Borgarbyggðar verður undirritaður þriðjudaginn 3 mars kl.15:30 í sal Grunnskólans í Borgarnesi. Félagsmálaráðuneyti, UNICEF og Borgarbyggð ganga nú til samstarfs um framkvæmd verkefnisins barnvæn sveitarfélög. Verkefnið felst í því að Borgarbyggð innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna samkvæmt hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga sem UNICEF og umboðsmaður barna hafa þróað. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Borgarbyggðar með stuðningi Félagsmálaráðuneytis og …

Vetrarfrí og starfsdagur

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí verður í skólanum dagana 27. og 28. febrúar. Mánudagurinn 2. mars er svokallaður starfsdagur eða sérstakur vinnudagur starfsfólks án nemenda. Við hlökkum til að hitta nemendur, þriðjudaginn 3. mars,  glaða og endurnærða eftir gott frí.

Fjör í söngstund á öskudag

Ritstjórn Fréttir

Krakkar og kennarar í fjölbreyttum búningum sungu svo undir tók í skólanum í söngstund hjá Birnu á öskudaginn en þessar furðuverur höfðu reyndar sett svip á skólann allan daginn. Síðdegis var svo öskudagsball í Óðali og loks haldið á vit sælgætisdraumanna.

Fróðleg og skemmtileg Tékklandsför

Ritstjórn Fréttir

Um þessar mundir tekur skólinn okkar þátt í Erasmus verkefninu Enjoyable Maths ásamt skólum frá Tékklandi, Spáni og Ítalíu. Um miðjan febrúar hittust hóparnir í  Tékklandi og voru fulltrúar GB þau Alexander Breiðfjörð Erlendsson, Ari Frímannsson, Ásdís Lind Vigfúsdóttir, Katrín Jóhanna Jónsdóttir og Stefán Einar Þorsteinsson úr 7. bekk og Atli Freyr Ólafsson, Nína Björk Hlynsdóttir og Valborg Elva Bragadóttir …

Heimsókn í MB

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 24. febrúar bauð Menntaskóli Borgarfjarðar nemendum í níunda og tíunda bekk í heimsókn. Nemendum úr Grunnskóla Borgarfjarðar var einnig boðið. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur menntaskólans tóku að sér hlutverk gestgjafa og kynntu skólann. Kennarar höfðu sett upp ýmsar stöðvar til að kynna námið í skólanum. Að endingu var svo boðið upp á dýrindis kjúklingaborgara í mötuneytinu. …

Enn eru rúm 17 kíló í óskilum

Ritstjórn Fréttir

Fyrir skömmu tóku fulltrúar úr umhverfisnefnd saman óskilamuni sem safnast hafa fyrir í skólanum og flokkuðu. Einkum var um klæðnað að ræða. Þessu var komið fyrir á sviðinu í salnum og margir nemendur fundu þar strax sínar flíkur. Einnig voru foreldrar beðnir um að taka það sem tilheyrði börnunum þeirra um leið og þeir mættu í vöfflukaffið á foreldraviðtalsdaginn. Óskilamunirnir …

Háa skilur hnetti himingeimur…

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á yngsta stigi túlka gjarnan viðfangsefni sín og setja fram með myndrænum hætti. Appelsínugulir veggir álmunnar sem hýsir yngsta stig eru yfirleitt þaktir myndum eftir börnin. Þar má nú líta afrakstur umfjöllunar í 1. bekk um þá listasmíð sem líkaminn er; annar bekkur tengir stærðfræði og myndlist í verkefninu Ljósin í blokkinni og afrakstur verkefnis 3. bekkjar í íslensku, …