Lífshlaupið hefst 5. febrúar

Ritstjórn Fréttir

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir …

Mötuneytið fer vel af stað

Ritstjórn Fréttir

Nú er komin ágætis reynsla á mötuneyti skólans en þann 1. nóvember s.l. var fyrsta máltíðin elduð í nýju og fullkomnu skólaeldhúsi. Boðið er uppá morgunverð í upphafi dags, hafragraut, morgunkorn og lýsi. Morgunverðurinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins og nú skapast í morgunsárið notaleg stund þegar nemendur tínast í salinn og borða grautinn sinn. Í hádeginu er borin …

Skóla lýkur fyrr á mánudag vegna útfarar

Ritstjórn Fréttir

Skólastarfi lýkur fyrr en venjulega mánudaginn 13. janúar vegna útfarar Sigríðar Helgu Sigurðardóttur skólaritara. Skólabíll innanbæjar fer tvær ferðir. Nemendur á miðstigi fara með fyrri bílnum kl. 12:40. Seinni bíllinn fer kl. 13:25 með nemendur á yngsta- og unglingastigi. Skólabílar á Mýrar fara frá Íþróttahúsi kl. 13:25.

Kertaganga

Ritstjórn Fréttir

Sú skemmtilega hefð hefur verið við lýði um árabil að á aðventu ganga nemendur skólans niður í Skallagrímsgarð með logandi kerti, eiga þar samverustund og syngja og ganga kringum jólatréð. Af óviðráðanlegum orsökum var ekki hægt að fara í kertagönguna á nýliðinni aðventu. Því var brugðið á það ráð að hefja fyrsta skóladaginn á nýju ári með göngunni og syngja …

Andlát

Ritstjórn Fréttir

Sigríður Helga Sigurðardóttir, Sigga Helga, ritari Grunnskólans í Borgarnesi lést aðfaranótt föstudagsins 3. janúar eftir erfið veikindi. Sigga Helga var fædd 27. október 1957. Hún var borinn og barnfæddur Borgnesingur og bjó í Borgarnesi stærstan hluta ævinnar. Sigga Helga var ritari grunnskólans frá haustinu 2004 þar til hún lét af störfum síðastliðið haust vegna veikinda. Hún sinnti störfum sínum af …

Nýr húsvörður

Ritstjórn Fréttir

Þórarinn Torfi Finnbogason tók við starfi húsvarðar við grunnskólann í ársbyrjun. Hann tekur við af Guðmundi Jónssyni sem annast hefur húsvörslu um árabil. Um leið og við þökkum Guðmundi fyrir góð störf, ljúfmennsku og þolinmæði, bjóðum við Þórarin velkominn til starfa.

Jólafrí

Ritstjórn Fréttir

Stofujólin eru haldin hátíðleg í dag og að þeim loknum er árleg jólaskemmtun skólans í íþróttahúsinu. Þar er að vanda margt til skemmtunar; m.a. helgileikur, söngur, ýmis skemmtiatriði og loks verður dansað kringum jólatréð. Föstudagurinn 3. janúar er vinnudagur starfsfólks en kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar. Gleðileg jól!

Sungið af hjartans lyst

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á yngsta stigi hafa frá upphafi skólaársins komið saman vikulega og sungið við undirleik tónlistarkennaranna Birnu Þorsteinsdóttur og Ólafs Flosasonar. Jólalögin hafa hljómað um skólann að undanförnu og á meðfylgjandi mynd má sjá 1. og 2. bekk í söngtíma hjá Birnu í dag. Þessi nýbreytni í skólastarfinu mælist vel fyrir meðal barnanna sem syngja af hjartans lyst og hafa …

List fyrir alla – Djákninn á Myrká

Ritstjórn Fréttir

List fyrir alla er verkefni sem ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Verkefnið er á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Tónverkið, Djákninn á Myrká eftir Huga Guðmundsson hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um barnaverk á Norrænum Músíkdögum í …

Lesið úr æsispennandi bókum

Ritstjórn Fréttir

Á aðventu setja nýútkomnar jólabækur svip á skólastarfið og rithöfundar lesa úr verkum sínum. Bræðurnir Ævar Þór og Guðni Líndal Benediktssynir komu í heimsókn í skólann í dag og lásu úr nýjum bókum sínum. Ævar las úr bókinni Þinn eigin tölvuleikur  fyrir 4. – 7. bekk og Guðni úr bókunum Stelpan sem sigldi kafbát niður í kjallara og Hundurinn með …