Förðunarmeistarar að störfum

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í fyrstu sýningu unglingadeildarinnar á Latabæ en nemendur hafa að undanförnu unnið hörðum höndum að undirbúningi. Þeir sjá um bókstaflega allt sem lýtur að sýningunni; leikmynd, ljós, hljóð, búninga, förðun o.s.frv.  Sköpunarkraftur og gleði hafa sannarlega sett mikinn svip á skólastarfið. Á myndunum má sjá förðunarmeistara gera leikendur klára fyrir stóru stundina.

Stóra upplestrarhátíðin á Vesturlandi

Ritstjórn Fréttir

Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk lauk formlega á Vesturlandi þann 18. mars með upplestrarhátíð í Laugargerðisskóla. Þar komu saman, auk heimamanna, fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Auðarskóla og Heiðarskóla en hver skóli valdi tvo til þrjá fulltrúa til þátttöku. Dómnefnd skipuðu Jón Hjartarson, fulltrúi Radda og Branddís Margrét Hauksdóttir. Í ár var keppnin  haldin í 25. sinn og fram …

Árshátíð með breyttu sniði öðru sinni

Ritstjórn Fréttir

Undirbúningur árshátíðar skólans er nú hafinn. Þrátt fyrir kórónaveirufaraldur og takmarkanir sem honum fylgja láta nemendur ekki hugfallast og æfa nú fjölbreytta dagskrá af miklum krafti. Því miður verður ekki hægt, rétt eins og fyrir ári, að bjóða gestum á árshátíðina en sýningarnar verða teknar upp og myndband verður gert aðgengilegt fyrir foreldra og forráðamenn eftir páska. Æfingar í sal …

Morgunjóga á yngsta stigi

Ritstjórn Fréttir

Síðustu þrjár vikur hefur Elín Matthildur Kristinsdóttir velferðarkennari boðið upp á  mjúkt morgunjóga fyrir yngsta stigið í upphafi skóladags. Jógamínúturnar eru á miðrými yngsta stigs frá kl. 8:10-8:20. Þátttaka er svo góð að nauðsynlegt reyndist að skipta morgnunum milli bekkja. Eftir páskafrí verður svo kannað hvort eftirspurnin heldur áfram og hvort hægt verði að bjóða bekkjum að koma oftar en …

Upplestrarhátíð í 7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Upplestrarhátíð í 7. bekk var haldin þann 10. mars í Grunnskólanum í Borgarnesi og var þetta fyrsti viðburðurinn sem haldinn er í nýjum samkomusal skólans. Þar voru valdir þrír nemendur sem munu, síðar í mánuðinum, taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi. Það var ekki auðvelt hlutskipti dómara að velja fulltrúa skólans þar sem allir þátttakendur stóðu sig með …

Óskilamunir

Ritstjórn Fréttir

Mikið af óskilamunum hefur safnast fyrir í skólanum á skólaárinu. Aðallega er um að ræða fatnað; húfur, vettlinga, íþróttaföt og þess háttar. Þetta liggur nú á sviðinu í salnum og eru foreldrar og börn hvött til að nálgast eigur sínar þar. Hluta af fatnaðinum má sjá á meðfylgjandi mynd.  

Vetrarleyfi

Ritstjórn Fréttir

Vetrarleyfi verður í skólanum dagana 25. og 26. febrúar. Kennsla fellur niður þann 1. mars vegna skipulagsdags starfsfólks en hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2. mars.

Foreldraviðtöl á Teams og í skóla

Ritstjórn Fréttir

Nokkrar breytingar verða á skólastarfi í kjölfar nýrrar reglugerðar sem tekur gildi í dag, 24. febrúar og gildir til 30. apríl. Þar á meðal má nefna að foreldrum er heimilt að koma inn í grunnskólana, þó háð fjölda sem er 50 manns í sama rými. Þetta þýðir að hægt verður að taka á móti foreldrum í viðtöl. Því geta foreldrar …

Foreldraviðtöl – skráning hefst 23. febrúar

Ritstjórn Fréttir

Foreldraviðtöl verða miðvikudaginn 3. mars næstkomandi. Foreldrar og forráðamenn geta byrjað að skrá sig í viðtölin á Mentor  þriðjudaginn 23. febrúar. Seinasti dagur til að skrá sig í viðtal er sunnudagurinn 28. febrúar. Foreldrar geta valið hvort þeir koma í skólann eða notast við samskiptabúnað í viðtalinu. Í viðtölum að þessu sinni verður, auk námsframvindu, sérstök áhersla lögð á hvernig …

Öskudagsgleði

Ritstjórn Fréttir

Skólastarfið var með óhefðbundnum hætti á öskudag og margir mættu í skemmtilegum búningum í tilefni dagsins. Á yngsta og miðstigi var kötturinn sleginn úr tunnunni í mikilli blíðu og með tilheyrandi látum. Nemendur á miðstigi unnu í fjölbreyttum hópum; fengust við förðun, söng, dans, fótbolta, spil og fleira skapandi og skemmtilegt. Á unglingastigi söfnuðu nemendur fróðleik um bóndadag, konudag, öskudag, …