Umhverfisfulltrúi í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Hrafnhildur Tryggvadóttir, umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar, kom í heimsókn í skólann í dag og spjallaði við nemendur um umhverfis- og sorphirðumál. Nemendur hlustuðu af athygli og ýmislegt vakti undrun þeirra eins og til dæmis að allt það sem fer í ruslið hjá okkur höfum við greitt fyrir með einhverjum hætti og að jafnvel gamlir götóttir sokkar eru endurnýttir séu þeir flokkaðir og …

Slöngupylsur í heimilisfræði

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 1. bekkjar gleðjast yfir því að skólahald er nú aftur með eðlilegum hætti. Á myndinni sjást þau búa til slöngupylsur í heimilisfræði. Öll sögðust þau hlakka til að gæða sér á þessum girnilegu pylsum. Uppskrift fylgir.  

Tökum til hendinni – tiltektardagur grunnskólans

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 6. maí verður árlegur tiltektardagur grunnskólans haldinn undir yfirskriftinni Tökum til hendinni. Þá munu nemendur og kennarar ganga um nágrenni skólans og tína rusl. 1. og 2. bekkur fara yfir Kveldúlfsvöll og Löggufjöruna; 3. og 4. bekkur taka Englendingavík, Vesturtanga og göngustíginn niður á fótboltavöll; 5. bekkur hreinsar við íþróttahús, í Skallagrímsgarði og á skólalóð; 6. bekkur fer yfir …

Skólastarf færist nær eðlilegu horfi

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólar munu starfa með hefðbundnum hætti frá og með 4. maí nk. en áfram verða í gildi sóttvarnarráðstafanir sem snúa m.a. að hreinlæti og sótthreinsun og aðgengi fullorðinna að byggingum. Hvorki fjölda- né nálægðartakmörk munu gilda um nemendur í grunnskólum eftir 4. maí, en þær gilda um fullorðna í skólastarfi. Mikilvægt er að heilbrigðir nemendur sæki skóla en þeir eiga …

Samræmd próf

Ritstjórn Fréttir

Samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku voru lögð fyrir nemendur í 9.bekk, 10. – 12. mars sl. Allir nemendur þreyttu próf.  Fyrirlögn gekk vel og nemendur lögðu sig fram við að gera sitt besta.  Menntamálastofnun birti niðurstöður sl. föstudag.  Samkvæmt þeim stóðu nemendur sig almennt vel.  Framfarir eru töluverðar, í öllum greinum.  Nemendur, foreldrar og kennarar mega vera stoltir af þessum góða árangri.  Nemendur 9. …

Hillir undir lok samkomubanns

Ritstjórn Fréttir

Fjölhæfni og sveigjanleiki starfsfólks og nemenda grunnskólans hafa svo sannarlega komið í ljós í samkomubanninu undanfarnar vikur. Eins og öllum er kunnugt varð talsverð breyting á skólastarfinu vegna þeirra takmarkana sem samkomubanninu fylgja. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið viðhafðar í skólaeldhúsi og matsal; sjálfsafgreiðsla lögð af og nemendur hafa matast í litlum hópum. Skólaganga nemenda á yngsta stigi hefur ekki raskast …

Skipulag að loknu páskaleyfi

Ritstjórn Fréttir

Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 14. apríl. Þar sem samkomubann verður þá enn í gildi verður nokkur röskun á skólastarfi. Kennt verður í hópum sem eru innan við 20 manns. Gert er ráð fyrir að nemendur 1. – 3. bekkjar komi í skólann daglega og hugsanlega mun þurfa að skipta 1. og 3. bekk í hópa. Nemendur á miðstigi eru …

Tími til að lesa – stefnum að heimsmeti!

Ritstjórn Fréttir

Í dag hefst, á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, lestrarverkefni fyrir börn og fullorðna. Allir eru hvattir til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Barna- og ungmennabókahöfundurinn Gunnar Helgason er sérstakur talsmaður verkefnisins sem kallast Tími til að lesa. Heitið vísar í aðstæðurnar sem við búum við um þessar mundir, þar sem margir hafa meiri tíma …

Skipulag næstu viku

Ritstjórn Fréttir

Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri sendi í dag bréf til foreldra og forráðamanna þar sem hún fer yfir skipulag næstu viku sem jafnframt verður síðasta kennsluvika fyrir páskafrí. Í bréfinu kemur fram að skólastarfið hafi gengið vel þær tvær vikur sem af eru samkomubanni. Þunginn í kennslunni hefur færst úr skólastofunni og fer hún nú  fram með ýmsum hætti s.s. í gegnum …

Fjarvinna gengur vel

Ritstjórn Fréttir

Tæknin kemur heldur betur að góðum notum í skólastarfinu um þessar mundir. Dagmar Harðardóttir og Bjarney Bjarnadóttir umsjónarkennarar í 6. og 7. bekk greina frá því að nemendur eru nú komnir með aðgang að Office pakkanum og eru farnir að skila inn verkefnum með rafrænum hætti. Nemendur spjalla við kennara að heiman með aðstoð Teams hugbúnaðarins og mæta líka á …