Röskun verður á skólastarfi

Ritstjórn Fréttir

Á morgun, föstudaginn 14. febrúar, er gert ráð fyrir aftakaveðri. Appelsínugular viðvaranir eru um allt land. Ferðir skólabíla falla niður jafnt í dreifbýli sem innanbæjar. Skólinn verður opinn en foreldrar eru beðnir um að meta aðstæður fyrir börn sín. Foreldrar eru beðnir að fylgja börnum inn í skólann og svo sækja þau inn í skólann. Nemendum verður ekki hleypt einum …

112 dagurinn

Ritstjórn Fréttir

Þann ellefta febrúar (11.2) ár hvert er 112 dagurinn haldinn. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmer 112. Dagurinn er haldinn víða um Evrópu enda er númerið sam­ræmt neyðar­númer álfunnar og mikilvægt að fólk viti að aðeins þurfi að kunna þetta ein­falda númer til þess að fá að­stoð í neyð. Aron Ingi Þráinsson, Elín Matthildur Kristinsdóttir og Þórir Indriðason sem eru …

Umhverfisnefnd flokkar óskilamuni

Ritstjórn Fréttir

Umhverfisnefnd skólans er skipuð einum aðalmanni og einum varamanni úr hverjum árgangi auk fulltrúa starfsfólks, kennara og foreldra. Umhverfisstefna skólans byggir á Aðalnámsskrá Grunnskóla 2013 og Skólastefnu Borgarbyggðar 2016 – 2017. Hún tekur til allrar starfsemi skólans og er ætluð til hvatningar fyrir starfsmenn og nemendur grunnskólans í öllu því sem snýr að umhverfismálum. Umhverfissáttmáli skólans er hluti af umhverfisstefnu …

Foreldraviðtöl

Ritstjórn Fréttir

Foreldraviðtöl á vormisseri verða miðvikudaginn 12. febrúar næstkomandi. Við minnum fólk á að skrá sig í tíma. Að venju verður boðið upp á vöfflur og heitt súkkulaði.

7. bekkur í skólabúðum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 7. bekkjar dvelja nú í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt umsjónarkennurum sínum þeim Bjarneyju Bjarnadóttur og Bjarna Bachmann. Í skólabúðunum er meðal annars stefnt að því að auka samstöðu og efla samvinnu nemenda og kennara; að styrkja félagslega aðlögun nemenda og þroska sjálfstæði þeirra og að nemendur fáist við áður óþekkt verkefni og kynnist nýju umhverfi. Skólabúðirnar í …

Hundrað daga hátíð

Ritstjórn Fréttir

Hundrað daga hátíð var haldin á yngsta stigi í dag. Tilefni hátíðarinnar er að 100 skóladagar eru liðnir af skólaárinu. Hátíðir af þessu tilefni eru haldnar víða í skólum. Að undanförnu hafa nemendur 1. – 3. bekkjar lært um tugakerfið og  unnið ýmis verkefni þar að lútandi og í dag var farið í leiki og þrautir. Nemendum var skipt í …

Díana Dóra verður fulltrúi Vesturlands á Samfés

Ritstjórn Fréttir

Söngvakeppni SamVest fór fram nýlega í sal Tónlistarskólans á Akranesi. Þar voru valdir tveir fulltrúar Vesturlands til að taka þátt í Samfés söngvakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni þann 21. mars næstkomandi. Fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi í keppninni voru þær Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir, Edda María Jónsdóttir og Signý María Völundardóttir. Skemmst er frá því að segja að Díana Dóra …

Biskupsheimsókn

Ritstjórn Fréttir

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hóf vísitasíu sína í Vesturlandsprófastsdæmi með heimsókn í grunnskólann í morgun. Með henni í för voru Þorvaldur Víðisson biskupsritari og Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur. Þau skoðuðu skólann í fylgd skólastjórnenda og heilsuðu upp á nemendur og kennara. Auk þess fræddust þau um uppbyggingarstefnuna og velferðarkennsluna sem hér setja mark á skólastarfið allt.

Lífshlaupið hefst 5. febrúar

Ritstjórn Fréttir

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir …