Kjaftað um kynlíf

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 1. apríl kemur Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur í heimsókn og spjallar um kynlíf við nemendur á unglingastigi. Hún heldur síðan fyrirlestur fyrir fullorðna kl. 18:00 um hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga. Sá fyrirlestur verður í stofu 10. bekkjar. Að loknum fyrirlestri gefst tóm til að spjalla og bera fram fyrirspurnir.

Viðburðadagatal óvirkt

Ritstjórn Fréttir

Viðburðadagatalið á heimasíðunni er því miður óvirkt og biðjumst við velvirðingar á því. Um tæknilegan vanda er að ræða sem vonandi rætist úr fljótlega.

Signý María á stóra sviðinu

Ritstjórn Fréttir

Söngkeppni Samfés er einn af viðburðum SamFestingsins sem haldin er í mars ár hvert. Söngkeppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá stofnun samtakanna. Í söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína hvaðanæva af landinu. Signý María Völundardóttir var meðal sigurvegara í forkeppni söngkeppninnar á Vesturlandi. Í lokakeppninni söng hún lagið …

Náðum 5. sæti í riðlinum

Ritstjórn Fréttir

Lið Grunnskólans í Borgarnesi lenti í 5. sæti í sínum riðli í undankeppni Skólahreysti 2019. Alls kepptu 16 lið í riðlinum. Lið Borgnesinga skipuðu þau Hilmar Elís Hilmarsson og Þórunn Sara Arnarsdóttir úr 10. bekk og Elinóra Ýr Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson úr 9. bekk. Varamenn voru Eydís Alma Kristjánsdóttir og Steinar Örn Finnbogason. Að sögn Jóhannesar Magnússonar, þjálfara …

Lestrarátak Ævars og bernskubrek

Ritstjórn Fréttir

Nýverið lauk fimmta og síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns. Frá árinu 2014 hefur Ævar efnt árlega til lestrarátaks í grunnskólum í byrjun árs. Við lok hvers lestrarátaks hefur hann dregið út nöfn nokkurra þátttakenda og hafa þeir orðið að persónum í bókum um bernskubrek Ævars sem gefnar hafa verið út að vori. Þessar bækur eru Risaeðlur í Reykjavík, Vélmennaárásin, Gestir utan …

Undankeppni í Skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Undankeppni í Skólahreysti verður haldin fimmtudaginn 21. mars á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þar etja kappi lið frá Vesturlandi og Vestfjörðum auk Húnaþings vestra. Keppnin hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 15:00. Lið Borgnesinga skipa þau Hilmar Elís Hilmarsson og Þórunn Sara Arnarsdóttir úr 10. bekk og Elinóra Ýr Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson úr 9. bekk. Varamenn eru Eydís …

Ég á bara eitt líf

Ritstjórn Fréttir

Forvarnafyrirlestrar á vegum minningarsjóðs Einars Darra verða haldnir í vikunni. Á þriðjudag verður fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans og foreldra. Fyrirlesturinn verður haldinn í 10. bekkjar stofunni og hefst kl. 20:00. Á miðvikudaginn kl. 8:30 verður fyrirlestur fyrir 9. og 10. bekk í 10. bekkjar stofu og kl. 9:30 fyrir 7. og 8. bekk í Mjólkursamlaginu. Með því að veita foreldrum …

5. bekkur stóð sig best

Ritstjórn Fréttir

Góð þátttaka var í Lífshlaupinu sem fram fór á dögunum. Skólinn lenti í 3. sæti á landsvísu í sínum stærðarflokki. 5. bekkur hreyfði sig mest innan skólans; samtals 41.292 mínútur. Á myndinni má sjá nemendur 5. bekkjar með viðurkenningarskjöld sem skólinn hlaut fyrir góðan árangur.

Lífshlaupið

Ritstjórn Fréttir

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst …

Stóra upplestrarhátíðin – fulltrúar GB valdir

Ritstjórn Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 – 1997 með þátttöku barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Nú er hún haldin í flestum grunnskólum landsins. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu. Þau Valborg Elva Bragadóttir, …