Opið hús

Ritstjórn Fréttir

Opið hús verður í skólanum föstudaginn 13. desember frá kl. 14:30 – 16:00. Þá gefst fólki kostur á að koma og skoða nýbyggingu og breytingar sem gerðar hafa verið á skólahúsnæðinu á undanförnum mánuðum.

Hvað kosta jólin – þemadagur á unglingastigi

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 9. desember var sérstakur þemadagur á unglingastigi.  Þemað var að þessu sinni stærðfræði og verkefnið sem nemendur unnu bar heitið „Hvað kosta jólin?“ Nemendur unnu í pörum og fólst verkefnið í að gera kostnaðaráætlun fyrir fjögurra manna fjölskyldu fyrir  aðfangadag. Reiknaður var út kostnaður við mat allan daginn, gjafir, fatnað og loks jólatré og skraut á það.  9. og …

Breytingar vegna veðurs

Ritstjórn Fréttir

Vegna slæms veðurútlits lýkur skóla um hádegi í dag, þriðjudaginn 10. desember. Börnin fá að borða áður en þau fara heim. Skólabílar fara kl. 11.30 og 12.00.  

Útsending jólaútvarps

Ritstjórn Fréttir

Hlusta má á útsendingar jólaútvarps Nemendafélags grunnskólans á tíðninni Fm 101.3 og með því að smella hér á spilarinn.is.

Ekki skólaakstur á Mýrum

Ritstjórn Fréttir

Í ljósi upplýsinga um væntanlegt óveður hefur verið ákveðið að fella niður akstur skólabíla á Mýrum á morgun, þriðjudag 10. des. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast með tölvupósti og facebook síðu skólans varðandi skólahald á morgun.

Veðurútlit

Ritstjórn Fréttir

Veðurstofan hefur sent út appelsínugula viðvörun vegna veðurs sem á að skella á upp úr hádegi á morgun, þriðjudag. Ef spáin gengur eftir má búast við að heimferð nemenda verði flýtt. Í verklagsreglum Borgarbyggðar um óveður kemur fram að skólabílstjórar leggja mat á aðstæður og endanleg ákvörðun um akstur eða niðurfellingu á skólaakstri er á ábyrgð þeirra og skólastjórnenda. Í …

Fm Óðal 101.3

Ritstjórn Fréttir

Jólaútvarp NFGB hefst í dag kl. 10:00 með ávarpi útvarpsstjóra. Vegna tæknilegra örðugleika er netútsendingin á Spilarinn.is ekki virk ennþá en unnið er að því að bæta úr því. Þangað til er áhugasömum bent á að hlusta á útvarpið á Fm 101.3

Dagskrá jólaútvarpsins

Ritstjórn Fréttir

Útsendingar jólaútvarps Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verða dagana 9. – 13. desember og standa frá klukkan 10:00 – 23:00. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg. Fyrri hluta dags verða útvarpsþættir yngri nemenda fluttir en síðdegis og á kvöldin flytja eldri nemendur sína þætti í beinni útsendingu. Vinna við jólaútvarpið fellur undir kennslu í íslensku og upplýsingatækni í skólanum. Formaður …

Símareglur teknar í notkun á unglingastigi

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á unglingastigi sömdu ásamt umsjónarkennurum símareglur fyrir skömmu og hafa þær nú verið teknar í notkun. Í reglunum kemur meðal annars fram að ekki má vera með síma í kennslustundum nema með sérstöku leyfi kennara; til dæmis ef nemandi á von á áríðandi símtali. Einnig er leyfilegt að hlusta á tónlist í símanum ef kennari leyfir og skal þá …

Jólaútvarpsefni yngsta- og miðstigs verður tekið upp í vikunni

Ritstjórn Fréttir

Upptökur í árlegt jólaútvarp Grunnskólans hófust í morgun. Það var 6. bekkur sem mætti fyrstur en 1. – 7. bekkur hljóðrita efni sitt nú í vikunni. Útvarpsefni unglingastigs verður hins vegar að mestu leyti í beinni útsendingu; fréttir og þættir um allt milli himins og jarðar. Fm Óðal 101,3, verður með útsendingar 9. – 13. desember og nær að vanda …