100 daga hátíð

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og kennarar 1. – 3. bekkjar héldu 100 daga hátíð þann 11. febrúar. Hátíðin, sem er árlegur viðburður, er haldin þegar börnin hafa verið 100 daga í skólanum á skólaárinu. Margt skemmtilegt var gert til tilbreytingar en áhersla lögð á tugakerfið og töluna 100. Settar voru upp  mismunandi stöðvar; börnin gerðu 10 mismunandi hreyfiæfingar tíu sinnum, leystu stærðfræðiþrautir, teiknuðu …

112 dagurinn

Ritstjórn Fréttir

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Vitundarvakningin fer fram í samvinnu við og með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins. Skilaboð 112 og …

Lestrarátak hafið

Ritstjórn Fréttir

Lestrarátak stendur nú yfir meðal nemenda á yngsta og miðstigi. Að þessu sinni snýr átakið aðallega að lesskilningi.  Nemendur fá hefti með lesskilnings- og hraðlestrartextum og verkefnum með sér heim og þess er vænt að foreldrar og forráðamenn taki virkan þátt í átakinu. Þegar nemendur hafa lesið heima vinna þeir verkefni tengd textunum. Til þess að ná góðum tökum á …

Hreyfingar- og heilsudagar

Ritstjórn Fréttir

Í stað þess að skólinn taki þátt í lífshlaupinu að þessu sinni hefur verið ákveðið að efna til okkar eigin hreyfingar- og heilsudaga. Heilsuteymi skólans hefur sett upp þrjár brautir sem nemendur og starfsfólk eru hvött til að spreyta sig á að lágmarki einu sinni á dag næstu 2 vikur eða fram til 19. febrúar. Braut 1: Gengið frá skóla …

Ræddu við forsætisráðherra

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 10. bekkjar eru þessa dagana að vinna að verkefni í þjóðfélagsfræði sem snýst um að kynna sér stjórnmálaflokka á Íslandi. Nemendur vinna verkefnið í þriggja til fjögurra manna hópum og hver hópur dró einn stjórnmálaflokk til þess fjalla um. Í verkefninu á að gera grein fyrir sögu  flokksins auk helstu málefna og stefna. Vísa þarf til heimilda en framsetning …

Grænfáninn dreginn að húni í 8. sinn

Ritstjórn Fréttir

Grænfáninn var fyrir skömmu dreginn að húni í 8. sinn í Grunnskólanum í Borgarnesi.  Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri setti samkomuna og kallaði upp fráfarandi umhverfisnefnd sem skipuð er fulltrúum nemenda úr 2. – 10. bekk ásamt fulltrúum kennara, annars starfsfólks og foreldra.  Hrafnhildur Ósk Orradóttir og Hugrún Harpa Ólafsdóttir, nemendur í 8. bekk, sögðu frá starfi nefndarinnar. Neysla og úrgangur …

Gætum okkar í umferðinni

Ritstjórn Fréttir

Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð á skólasvæðinu. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að aka ekki inn Gunnlaugsgötu til að hleypa börnum úr bílum. Einungis á að hleypa börnum úr bílum á sleppistæðinu til móts við Svarfhól. Einnig er gott að setja börn út við Tónlistarskólann og þá geta þau gengið upp stigann og beint inn á skólalóðina. …

Kennsla í valgreinum hefst að nýju

Ritstjórn Fréttir

Ný reglugerð vegna sóttvarna gerir kleift að hefja aftur kennslu á valgreinum í skólanum. Valgreinar eru hluti af skyldunámi í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Í grunnskólanum í Borgarnesi er jafnframt boðið upp á valáfanga á miðstigi. Tilgangurinn með valgreinum er  meðal annars að laga námið að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að sníða námið að …

Ný reglugerð dregur úr takmörkun á skólastarfi

Ritstjórn Fréttir

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar gerir okkur kleift að gera nokkrar breytingar á skólastarfinu frá því sem var fyrir jól. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Boðið verður upp á morgunverð í salnum. Nemendur á hverju stigi fyrir sig geta verið í mat á sama tíma. Matur verður áfram skammtaður á diska. Árgangar verða einn hópur. Hámarksfjöldi nemenda í …

Litlu jólin – skólabílar

Ritstjórn Fréttir

Á morgun 18 desember eru litlu jólin. Í ár verða eingöngu stofujól frá 10.00 – 12.00. Skólaakstur innanbæjar verður sem hér segir: Tveir skólabílar fara úr Sandvík kl. 9.40 og frá skóla kl. 12.00. Skólabílar af Mýrum koma í skóla rétt fyrir kl. 10.00 og fara frá skóla kl. 12.00. Kennarar senda nánari upplýsingar um litlu jólin til foreldra.