Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit fyrir nemendur 1. – 9. bekkjar fóru að vanda fram utan dyra í sólskini. Skrúðganga var frá skólanum niður á íþróttasvæðið þar sem nemendur fóru í leiki og spreyttu sig á margvíslegum þrautum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og Svala í Skallagrímsgarði sem nú skartar sínu fegursta. Hver bekkur myndaði síðan röð fyrir framan sviðið í garðinum, Júlía …

Skólaslit og brautskráning

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkjar og hins vegar 10. bekkjar. Nemendur 1. – 9. bekkjar mæta við skólann kl. 9.00 miðvikudaginn 5. júní. Gengið verður í fylkingu niður á íþróttasvæði þar sem nemendur fara í leiki og þrautir. Á einni stöðinni í leiknum verður boðið verður upp á grillaða pylsu. Að því loknu verður …

Vetrarstarfi umhverfisnefndar lauk með umhverfisdögum

Ritstjórn Fréttir

Umhverfisnefnd er skipuð fjórum starfsmönnum skólans, einum fulltrúa foreldra og einum fulltrúa nemenda úr hverjum árgangi. Umhverfisnefnd fundar reglulega og setur sér markmið til að vinna að. Helstu markmið umhverfisnefndar á skólaárinu 2018 – 2019 voru eftirfarandi: Að takmarka sorp og flokka betur; að nýta pappír vel og draga úr pappírsnotkun; að fara vel með allar eigur skólans; að koma …

Fyrstu Erasmus samverunni lokið

Ritstjórn Fréttir

Þessa viku hafa verið í heimsókn nemendur frá Tékklandi, Spáni og Ítalíu tengslum við Erasmus+ verkefnið Enjoyable Maths. 28 nemendur dvöldu á heimilum nemenda og tóku þátt í daglegu lífi þeirra. Í fylgd með hópnum voru 11 kennarar. Í skólanum fengu nemendur auk hefðbundins skólastarfs að fást við ýmis viðfangsefni á borð við pönnukökubakstur og að tálga í tré. Auk …

Fjölmenni í skólanum

Ritstjórn Fréttir

Fjölmenni var í skólanum á opnum degi þann 16. maí. Þar gátu gestir og gangandi virt fyrir sér vinnu nemenda frá liðnum vetri og gætt sér á gómsætum kræsingum í kaffihúsi 9. bekkjar. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Opið hús – Kaffihús

Ritstjórn Fréttir

Í dag er opið hús í skólanum þar sem kostur gefst á að skoða vinnu nemenda. Gómsætar kræsingar verða í boði á kaffihúsi 9. bekkjar sem verður opið gestum og gangandi í dag. Fagurlega skreyttar bollakökur, kleinur, snúðar o.fl. Kaffi eða safi og tvær kökur að eigin vali kosta 500 krónur. Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda.

Gestir og gaman

Ritstjórn Fréttir

Erlendu gestirnir sem nú taka þátt í Erasmus verkefni ásamt 6. og 7. bekk fengu að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum í blíðunni í dag. Krökkunum var skipt í 6 hópa sem unnu saman að margvíslegum verkefnum og markmiðum. Fjallað var um víkinga og farið í víkingaleiki utandyra. Í skólaeldhúsinu bökuðu hóparnir pönnukökur, lærðu að tálga hjá Guðrúnu í smíðastofunni …

Erlendir gestir

Ritstjórn Fréttir

Þessa dagana eru hjá okkur 28 nemendur og 10 kennarar frá Ítalíu, Spáni og Tékklandi. Hér er um að ræða skóla sem taka þátt í Erasmus verkefninu Enjoyable maths ásamt 6. og 7. bekk Grunnskólans í Borgarnesi. Erlendu gestirnir dvelja á heimilum nemenda.

Barnamenningarhátíð

Ritstjórn Fréttir

Snorrastofa í Reykholti stóð fyrir mikilli barnamenningarhátíð miðvikudaginn 8. maí 2019 í samstarfi við menningarfulltrúa Vesturlands og Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Stofnað hefur verið til samstarfs við grunnskóla í héraðinu um hátíðina sem haldin er þriðja hvert ár. Þeir eru Auðarskóli í Búðardal, Grunnskóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn í Borgarnesi, Reykhólaskóli og Laugargerðisskóli. Markmið hátíðarinnar felst í því að börnum, sem eru að læra …

10.3 kíló gengu út

Ritstjórn Fréttir

Í vetur hefur safnast saman mikið af óskilamunum í skólanum. Er þar einkum um að ræða fatnað, skó, handklæði og þess háttar. Nýlega var haldinn svokallaður óskilamunadagur í skólanum til þess að freista þess að koma hlutunum til réttra eigenda. Í upphafi dags vógu óskilamunirnir 27.2 kg en í lok dags reyndust þeir vega 16.9 kg. Þannig að 10,3 kíló …