Vetrarfrí og starfsdagur

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí verður í skólanum dagana 27. og 28. febrúar. Mánudagurinn 2. mars er svokallaður starfsdagur eða sérstakur vinnudagur starfsfólks án nemenda. Við hlökkum til að hitta nemendur, þriðjudaginn 3. mars,  glaða og endurnærða eftir gott frí.

Fjör í söngstund á öskudag

Ritstjórn Fréttir

Krakkar og kennarar í fjölbreyttum búningum sungu svo undir tók í skólanum í söngstund hjá Birnu á öskudaginn en þessar furðuverur höfðu reyndar sett svip á skólann allan daginn. Síðdegis var svo öskudagsball í Óðali og loks haldið á vit sælgætisdraumanna.

Fróðleg og skemmtileg Tékklandsför

Ritstjórn Fréttir

Um þessar mundir tekur skólinn okkar þátt í Erasmus verkefninu Enjoyable Maths ásamt skólum frá Tékklandi, Spáni og Ítalíu. Um miðjan febrúar hittust hóparnir í  Tékklandi og voru fulltrúar GB þau Alexander Breiðfjörð Erlendsson, Ari Frímannsson, Ásdís Lind Vigfúsdóttir, Katrín Jóhanna Jónsdóttir og Stefán Einar Þorsteinsson úr 7. bekk og Atli Freyr Ólafsson, Nína Björk Hlynsdóttir og Valborg Elva Bragadóttir …

Heimsókn í MB

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 24. febrúar bauð Menntaskóli Borgarfjarðar nemendum í níunda og tíunda bekk í heimsókn. Nemendum úr Grunnskóla Borgarfjarðar var einnig boðið. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur menntaskólans tóku að sér hlutverk gestgjafa og kynntu skólann. Kennarar höfðu sett upp ýmsar stöðvar til að kynna námið í skólanum. Að endingu var svo boðið upp á dýrindis kjúklingaborgara í mötuneytinu. …

Enn eru rúm 17 kíló í óskilum

Ritstjórn Fréttir

Fyrir skömmu tóku fulltrúar úr umhverfisnefnd saman óskilamuni sem safnast hafa fyrir í skólanum og flokkuðu. Einkum var um klæðnað að ræða. Þessu var komið fyrir á sviðinu í salnum og margir nemendur fundu þar strax sínar flíkur. Einnig voru foreldrar beðnir um að taka það sem tilheyrði börnunum þeirra um leið og þeir mættu í vöfflukaffið á foreldraviðtalsdaginn. Óskilamunirnir …

Háa skilur hnetti himingeimur…

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á yngsta stigi túlka gjarnan viðfangsefni sín og setja fram með myndrænum hætti. Appelsínugulir veggir álmunnar sem hýsir yngsta stig eru yfirleitt þaktir myndum eftir börnin. Þar má nú líta afrakstur umfjöllunar í 1. bekk um þá listasmíð sem líkaminn er; annar bekkur tengir stærðfræði og myndlist í verkefninu Ljósin í blokkinni og afrakstur verkefnis 3. bekkjar í íslensku, …

Röskun verður á skólastarfi

Ritstjórn Fréttir

Á morgun, föstudaginn 14. febrúar, er gert ráð fyrir aftakaveðri. Appelsínugular viðvaranir eru um allt land. Ferðir skólabíla falla niður jafnt í dreifbýli sem innanbæjar. Skólinn verður opinn en foreldrar eru beðnir um að meta aðstæður fyrir börn sín. Foreldrar eru beðnir að fylgja börnum inn í skólann og svo sækja þau inn í skólann. Nemendum verður ekki hleypt einum …

112 dagurinn

Ritstjórn Fréttir

Þann ellefta febrúar (11.2) ár hvert er 112 dagurinn haldinn. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmer 112. Dagurinn er haldinn víða um Evrópu enda er númerið sam­ræmt neyðar­númer álfunnar og mikilvægt að fólk viti að aðeins þurfi að kunna þetta ein­falda númer til þess að fá að­stoð í neyð. Aron Ingi Þráinsson, Elín Matthildur Kristinsdóttir og Þórir Indriðason sem eru …

Umhverfisnefnd flokkar óskilamuni

Ritstjórn Fréttir

Umhverfisnefnd skólans er skipuð einum aðalmanni og einum varamanni úr hverjum árgangi auk fulltrúa starfsfólks, kennara og foreldra. Umhverfisstefna skólans byggir á Aðalnámsskrá Grunnskóla 2013 og Skólastefnu Borgarbyggðar 2016 – 2017. Hún tekur til allrar starfsemi skólans og er ætluð til hvatningar fyrir starfsmenn og nemendur grunnskólans í öllu því sem snýr að umhverfismálum. Umhverfissáttmáli skólans er hluti af umhverfisstefnu …