Frístund

Frístundaheimili, svokölluð Frístund, er starfrækt í skólanum. Frístund er opin nemendum í 1. – 4. bekk frá því skóla lýkur og til klukkan 16:15 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum. Börn úr dreifbýli sem fara heim með skólabíl geta verið í Frístund þar til skólabíllinn fer og ekki er greitt aukalega fyrir þann tíma.

Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Leiðarljós í starfi Frístundar er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskist í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístund leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila sem tengjast börnunum.

Unnið er samkvæmt viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um hlutverk, markmið, leiðarljós og viðmið um gæði starfsemi frístundaheimila.

Dvalargjald á klukkutíma er 283 krónur og síðdegishressing kostar 132 krónur á dag. Börn sem skráð eru í Frístund eftir klukkan 14:00 eru sjálfkrafa skráð í hressingu.

Forstöðumaður Frístundar í Borgarnesi er Svala Eyjólfsdóttir; svala.eyjolfsdottir@borgarbyggd.is

Jóhanna Ösp Guðmundsdóttir leysir Svölu af í barneignarleyfi.

Til að sækja um í Frístund þarf að fylla út eyðublað sem finna má hér: https://fristund.vala.is/umsokn/#/login

Þegar börn eru skráð úr Frístund þarf það að gerast fyrir 20. hvers mánaðar og tekur breytingin gildi um næstu mánaðamót. Allar breytingar á fyrirkomulagi Frístundar eru gerðar í Völu frístundarkerfi eða sendar til Davíðs Guðmundssonar tómstundafulltrúa; david@umsb.is

 

Frístundarleiðbeinendur eru:

Ástrún Kolbeinsdóttir
Declan Redmond
Sóley Ásta Orradóttir
Monika Frysztak Mazur
Eyþór Orri Þórðarson
Andie Silvíudóttir

Skráningar á námskeið í Frístund fara fram á https://umsb.felog.is/