Einkunnir

Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi hafa nýtt sér fólkvanginn til útivistar, m.a. í skauta-, göngu- og hjólaferðir. Árlega er lífríki Álatjarnar rannsakað af nemendum fimmtu bekkja og jólatré sem dansað í kringum á litlu jólunum, er sótt í Einkunnir.
Fólkvangurinn er gjöfull af berjum og sveppum og því vinsæll á haustin til berja- og sveppatínslu.