Gönguferðir – eldri nemendur

Allar ferðirnar taka um það bil 4 tíma, ef ganga tekur styttri tíma þá þarf að skipuleggja leiki eða annað. Allir nemendur fara fram og til baka með sömu rútunni – líklegt að einhverjir þurfi að bíða smástund.

1. Þjófaklettar – hálf -Vitinn
Farið er frá planinu við Brúarendann. Létt ganga út að vitanum. Gengið eftir veginum í Hafnaskógi og síðan fjöruna til baka (eða  öfugt – eftir því hvernig stendur á flóði). Nemendur hafa með sér nesti. Mæta klædd eftir veðri, í góðum skóm og hafa með sér aukasokka og lítið handklæði.

2. Hafnarfjall
Rútuferð að plani við gamla veginn meðfram fjallinu. Nokkuð erfið ganga, bratt. Farið upp á topp og skrifað í gestabók. (Farið með gestabók). Nemendur hafa með sér nesti, mæta klæddir eftir veðri og í skóm til sem henta til fjallgöngu.

3. Skálafell -,,Upp á milli brjósta“ – Árdalsgil
Farið frá Dæluskúr , – upp á milli brjósta – og niður Árdalsgil að Árdal. Frekar létt ganga en nauðsynlegt er að vera í góðum skóm. Nemendur hafa með sér nesti, mæta klæddir eftir veðri og í skóm sem henta til fjallgöngu.

4. Golfvöllur
Farið frá skólanum á rútu og upp á golfvöll. Kennt er að meðhöndla kylfu og kúlu. Ferðin tekur 4 tíma. Nemendur hafa með sér nesti og klæða sig eftir veðri.

5. Einkunnir
Rútuferð að Álatjörn. Gengið frá Álatjörn að Háfsvatni og til baka (um 2 og hálf klukkustund). Gangan er fremur létt en gengið er á blautu svæði (mýri) og því er nauðsynlegt að vera í góðum skóm/stígvélum. Veiði og busl í Álatjörn að lokinni göngu. Nemendur klæða sig eftir veðri og hafa með veiðistöng, handklæði og nesti (kveikt verður upp í grilli þannig að hægt er að koma með pylsu á grillið).