Mávahlátur

Allt fer á annan endann í friðsælli þorpsveröldinni þegar Freyja birtist skyndilega einn góðan veðurdag, komin alla leið frá Ameríku. Hárið er þykkt og svart og nær niður á mjaðmir, augun ísblá og stingandi, varirnar rauðar og vöxturinn fullkominn. Hún borðar ekki kjöt, á sjö koffort af flíkum og er ísköld í viðmóti. Brátt verður hús afa og ömmu vettvangur flókinna ástamála og undarlegrar atburðarásar þegar hið rótgróna kvennasamfélag fer allt úr skorðum. Mávahlátur er fysta bók Kristínar Marju Baldursdóttur. Sögusviðið er sjávarpláss á 6. áratug síðustu aldar. Sagan er allt í senn þorpssaga, kvennasaga, glæpasaga,  ástarsaga og um leið trúverðug aldarfarslýsing.