Sjálfbærni

Menntun til sjálfbærni

Í sjálfbærnimenntun felst viðleitni til að skapa ábyrgt samfélag, sem stuðlar að aukinni víðsýni um mikilvægi vistkerfa náttúrunnar í afkomu kynslóðanna. Nemendur þurfa því að þekkja, skilja og virða náttúruna, bæði vegna sjálfgildis hennar og þeirrar þjónustu sem hún innir af hendi. Nemendur þurfa einnig að verða meðvitaðir um mikilvægi einstaklingsins í samfélagslegri uppbyggingu og þáttöku, sem er undirstaða velferðar og jöfnuðar.

Í Grunnskólanum í Borgarnesi eru nemendur hvattir til umræðu og gagnrýnnar hugsunar. Nemendur eru virkjaðir til þátttöku og ábyrgðar í umhverfislegu tilliti. Sérstök markmið hafa verið sett hverjum árgangi í umhverfismennt og farnar eru margs konar námsferðir út í náttúruna. Nemendur hafa um árabil stundað gróðursetningu á trjám; lengi vel á Borg á Mýrum og seinna í landi Kárastaða.Lögð er mikil áhersla á góða umgengni um skólalóð og eigur skólans, einnig að nemendur verði meðvitaðir um þau verðmæti sem þeir umgangast dags daglega og gildi þess að fara vel með gjafir náttúrunnar. Unnið er eftir ákveðnum vinnuferlum í tengslum við flokkun sorps og umgengni um skólann. Skólinn hefur verið Grænfánaskóli frá árinu 2006.

Grunnskólinn í Borgarnesi stefnir að því að starfsmenn hans og nemendur verði meðvitaðir um siðferðisleg gildi, virðingu og gagnrýna hugsun varðandi hnattræn áhrif okkar. Þar skiptir meginmáli að gera sér grein fyrir því að viðbrögð heima skipta ekki síður máli en þáttaka á heimsvísu.

Uppfært 08/2020