Annað móðurmál

Nemendur með annað móðurmál en íslensku

Nemendur í grunnskóla sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa fasta búsetu hér á landi eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku. Viðmiðun samkvæmt reglugerð nr. 732/2011 gerir ráð fyrir tveimur kennslustundum á viku í sérstakri kennslu í íslensku á meðan nemandinn er að ná tökum á málinu. Móttaka erlendra nemenda og skipulag á sérstakri íslenskukennslu fellur undir starfssvið deildarstjóra. Málörvun tvítyngdra nemenda og nýrra Íslendinga í íslensku málumhverfi er ennfremur á ábyrgð allra í skólanum.

Uppfært 8/2016