Útfærsla námsmats

Námsmat er samofið allri kennslu og eru kennarar og nemendur alltaf að meta verk sín, hvernig til hafi tekist. Markmiðin með námsmati eru:

  • að örva nemendur, aðstoða þá við námið og hvetja þá til sjálfsmats
  •  að meta framfarir og getu nemenda sem nýtist við skipulagningu á áframhaldandi námi þeirra
  • að leggja áherslu á sjálfsmat nemenda frá upphafi skólagöngu

Auk hefðbundinna námsmarkmiða er lögð áhersla á að meta frammistöðu nemenda í skólanum það er gert með svokölluðum frammistöðumarkmiðum sem tengjast stefnu (einkunnarorðum) skólans. Þeir þættir sem lagðir eru til grundvallar eru:

Sjálfstæði og ábyrgð

Nemandi:
  • sýnir áhuga og tekur frumkvæði
  • tekur ábyrgð á námi sínu
  • vinnubrögð

Virðing og samhugur

Nemandi:
  • ber virðingu fyrir umhverfi sínu.
  • ber virðingu fyrir skólafélögum.
  • ber virðingu fyrir starfsfólki
  • sýnir samstarfshæfni

Skólaárinu er skipt upp í þrjár annir og er formlegu námsmati skilað í lok hverrar annar. Námsmati á haust- og miðönn er skilað í foreldraviðtölum en þar setja nemendur sér einnig markmið fyrir næstu önn í samstarfi við kennara og foreldra. Námsmati að vori er skilað með frammistöðumati í Mentor en skólaeinkunnum er skilað skriflega á einkunnarblaði sem nemandi fær afhent við skólaslit. Mentor heldur utan um námsmatið og birtist það í verkefnabókum yfir veturinn og frammistöðumati í lok hverrar annar.

Að vori fá nemendur skólaeinkunnir sem byggja á einkunnum fyrir próf og kannanir ásamt mati á frammistöðu; vinnuframlagi, áhuga og verkefnaskilum nemanda í viðkomandi grein yfir veturinn. Útfærsla á vægi prófa á móti öðru vinnuframlagi nemenda í skólaeinkunn skal koma fram í námsáætlunum kennara að hausti.

Uppfært 08/2016