Óskilamunir

Skólaliðar halda til haga óskilamunum s.s. fatnaði, íþróttatöskum og þess háttar sem finnast í skólanum frá degi til dags. Hægt að hafa samband eða koma í skólann á dagvinnutíma til að spyrjast fyrir um og sækja óskilamuni. Á foreldraviðtalsdögum og síðustu skóladögum að vori er óskilamunum sem safnast hafa upp komið fyrir á sviði salarins þar sem nemendur og foreldrar geta nálgast eigur sínar.

Símar, úr, skartgripir, lyklar og þess háttar óskilamunir eru geymdir á skrifstofu skólans og eigendur geta nálgast þá þar.

Í íþróttamiðstöðinni safnast einnig upp íþróttafatnaður, handklæði og fleira sem nemendur gleyma eftir íþróttatíma. Hægt er að hafa samband við starfsfólk á opnunartíma til að nálgast þá hluti.