Skólasafn

Skólasafnið er tímabundið til húsa á miðrými yngsta stigs. Endurbætur á húsnæði safnsins standa yfir og verður það opnað að nýju við upphaf skólaársins 2020 – 2021.

Á safninu starfa Anna Guðmundsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og kennari og Vesna Pavlovic bókavörður.

Netfang: bokasafn@grunnborg.is
Sími: 433 7406

Afgreiðslutími

Skólasafnið er opið virka daga frá 8.15 – 14.00.

Markmið starfsemi skólasafnsins eru m.a. að:

– vekja áhuga nemenda á bókmenntum og lestri góðra bóka.
– efla upplýsinga-, miðla- og menningarlæsi.
– aðstoða nemendur og starfsfólk við upplýsingaöflun.
– stuðla að sjálfstæði nemenda við upplýsingaleit og heimildavinnu.

Safnkostur

Á safninu er að finna skáld- og fræðirit skólans. Jafnframt eru þar tímarit sem keypt eru í áskrift, mynd- og hljóðdiskar og nýsigögn ýmiss konar. Safnkostur er skráður í landskerfi bókasafna.

Útlán og skil

Nemendur og starfsfólk skólans geta fengið lánaðar bækur og önnur gögn. Útlánstími er að öllu jöfnu tvær vikur.

Á safninu höfum við í huga að:

  • Ganga hljóðlega um og trufla ekki aðra.
  • Fara vel með bækur og önnur safngögn.
  • Ganga frá eftir okkur, setja borð og stóla á sinn stað.
  • Öll útlán skal skrá.
  • Matur og drykkur er ekki leyfður á safninu.

Uppfært í janúar 2020.