Skólasafn

Skólasafnið er á annarri hæð skólabyggingarinnar. Starfsmenn safnsins eru Anna Guðmundsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og kennari og Vesna Pavlovic bókavörður.

Netfang: bokasafn@grunnborg.is
Sími: 433 7406

Afgreiðslutími

Skólasafnið er opið virka daga frá 8.15 – 14.00.

Markmið starfsemi skólasafnsins eru m.a. að:

– vekja áhuga nemenda á bókmenntum og lestri góðra bóka.
– efla upplýsinga-, miðla- og menningarlæsi.
– aðstoða nemendur og starfsfólk við upplýsingaöflun.
– stuðla að sjálfstæði nemenda við upplýsingaleit og heimildavinnu.

Safnkostur

Á skólasafninu er að finna skáld- og fræðirit skólans. Jafnframt eru þar tímarit sem keypt eru í áskrift, mynd- og hljóðdiskar og önnur nýsigögn. Safnkostur er skráður í landskerfi bókasafna.

Útlán og skil

Nemendur og starfsfólk skólans geta fengið lánaðar bækur og önnur gögn. Útlánstími er að öllu jöfnu tvær vikur en sjálfsagt er að framlengja tímann ef þörf krefur.
Meginregla útlána skáldsagna er að hver nemandi hafi tvær bækur í frístundalestur, eina í skólastofu og aðra til heimalesturs en vitaskuld er hægt að fá fleiri bækur að láni. Einnig eru bækur og gögn lánuð til nemenda í tengslum við nám í faggreinum svo sem fræðibækur og kjörbækur í íslensku og ensku.
Mikilvægt er að fara vel með öll gögn skólasafnsins. Ef eitthvað skemmist eða glatast skal tilkynna það til safnstjóra skólasafnsins.

Á skólasafninu höfum við í huga að:

  • Ganga hljóðlega um og trufla ekki aðra.
  • Fara vel með bækur og önnur safngögn.
  • Ganga frá eftir okkur, setja borð og stóla á sinn stað.
  • Öll útlán skal skrá.
  • Matur og drykkur er ekki leyfður á skólasafninu.