Skólareglur

Skólareglur gilda á skólatíma og í öllu starfi á vegum skólans, þar með talið í skólaferðalögum, í skólabílum, í skólaskjóli, í mötuneyti, á bekkjarkvöldum, á diskótekum og í Íþróttamiðstöðinni á skólatíma.

Samskipti

Skólinn lætur sig varða samskipti nemenda og leggur sig fram um að líðan þeirra innan og utan skólans verði sem best. Hann mun bregðast við vandamálum eins og félagslegri einangrun og einelti (sbr. eineltisáætlun skólans). Mestu skiptir að í skólanum mæti nemendur hlýju viðmóti ásamt festu og öryggi.

 • Allt starfsfólk á að láta sig varða orð og æði barnanna og vera þeim góð fyrirmynd.
 • Við hlýðum fyrirmælum starfsfólks skólans.
 • Samskipti í skólanum grundvallast á kurteisi, gagnkvæmri virðingu og tillitsemi í samskiptum nemenda innbyrðis og við starfsfólk skólans.
 • Við skulum gæta þess að virða rétt annarra í námi, starfi og leik.

Ástundun

Skólinn hvetur starfsfólk og nemendur til að sýna jákvæðni og vinna öll sín störf af alúð (eins vel og þau geta). Slík vinnubrögð leiða af sér ánægju, góðan starfsanda og góðan árangur.
Verum stundvís. Leyfi og veikindi á að tilkynna eins fljótt og unnt er til ritara. Leyfi í 2 daga skal sækja um til umsjónarkennara en lengri leyfi til skal sækja um skriflega til skólastjórnenda (eyðublað).

 • Mætum vel undirbúin hvern dag. Skilum heimavinnu og verum með þau gögn sem nota á hverju sinni.
 • Sérstakar reglur um mætingar gilda hjá nemendum í 8. – 10. bekk.

Umgengni

Skólinn hvetur starfsfólk og nemendur til að ganga vel um skólann sinn, eigur hans, nemenda og starfsfólks. Snyrtilegt og fallegt vinnuumhverfi eykur vellíðan allra.

 • Nemendum er ekki heimilt að yfirgefa skólalóðina á skólatíma nema með leyfi umsjónarkennara.
 • Við notum ekki línuskauta, reiðhjól, hlaupahjól eða hjólabretti á skólalóð á skólatíma.
 • Notkun farsíma, leikjatölva eða annars sem veldur truflun í kennslustundum er ekki leyfð.
 • Við erum ábyrg fyrir því tjóni sem við kunnum að valda öðrum.

Heilbrigðar og hollar lífsvenjur

Skólinn hvetur nemendur og starfsfólk sitt til að ástunda heilbrigðar og hollar lífsvenjur. Ein af forsendum þess að okkur líði vel og við getum stundað störf okkar af ýtrustu kostgæfni er að við séum í góðu líkamlegu ástandi, séum útsofin og borðum hollan mat.

 • Við skulum hafa með okkur hollt og gott nesti í skólann. Neysla sælgætis og gosdrykkja er einungis leyfð til hátíðabrigða.
 • Notkun tóbaks og annarra vímuefna er stranglega bönnuð.

Viðbótarreglur

Auk þessara reglna gilda viðbótarreglur fyrir:
Skólaferðalög