Skólaferðalög

Vel skipulögð skólaferðalög og vettvangsferðir eru jákvæður og nauðsynlegur þáttur í skólastarfinu.

Í öllum skólaferðalögum og vettvangsferðum gilda skólareglur og eiga nemendur að hlíta þeim.

Ef nemandi hefur gerst brotlegur við reglur skólans er heimilt að útiloka hann frá þátttöku í skólaferðalögum.

Nemandi sem ekki fer í vettvangsferð eða skólaferðalag skal mæta í skólann til annars skólastarfs.

Heimilt er að vísa nemanda úr skólaferðalagi ef hann verður uppvís að því að brjóta reglur skólans. Við slíkar aðstæður skal senda hann heim á kostnað foreldra

Verum sjálfum okkur til sóma í öllum ferðalögum.

Uppfært 08/2016