Ástundun er notað sem samheiti yfir allar fjarvistir í skólastarfi, sem er skipt í tvær tegundir.
Það eru annars vegar reglur um fjarvistir, seinkomur og brottvikningar úr kennslustundum og
hins vegar um leyfi og veikindi.

Reglur um skólasókn

Mætingar í skóla eru skráðar í Mentor. Þar geta foreldrar fylgst með daglegum skráningum. Kennari sendir yfirlit heim einu sinni í mánuði. Hver nemandi í 1. – 10. bekk byrjar með skólasóknareinkunnina 10 í upphafi hverrar annar. Fjarvistir og óstundvísi koma til frádráttar upphaflegri einkunn, samkvæmt eftirfarandi reglum:

 • Of seint (S) er skráð ef nemandi mætir eftir að kennsla er hafin. Þá lækkar mætingareinkunn um 0,25.
 • Óheimil fjarvist er skráð ef nemandi er fjarverandi án leyfis 1/3 úr kennslustund. Þá lækkar mætingareinkunn um 0,5.
 • Ef nemanda er vísað úr kennslustund lækkar mætingareinkunn um 0,5.

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn:

 • Þrep 1 – einkunn 8,5. Umsjónarkennari ræðir við nemanda og hefur samband við foreldra/forsjáraðila. Ástæður fjarvista ræddar og mögulegar úrbætur. .
 • Þrep 2 – einkunn 7,0. Umsjónarkennari boðar foreldra og nemanda á fund. Vandi greindur og leitað lausna. Deildarstjórar/skólastjórnendur skulu upplýstir um stöðuna.
 • Þrep 3 – einkunn 5,5. Umsjónarkennari boðar foreldra/forsjáraðila til fundar ásamt skólastjórnanda/fulltrúa hans. Gerðar frekari greiningar og tillögur um næstu skref.
  Lausnateymi skólans fengið að málinu.
 • Þrep 4 – einkunn 4,0. Mál tekið aftur upp í lausnarteymi metið hvort ástæða sé að vísa málinu áfram til nemendaverndar.
 • Þrep 5 – einkunn 2,0. Máli vísað til nemendaverndar og áfram til fjölskyldusviðs eða barnaverndar ef þörf er á. Eftirfylgni er þá samkvæmt Skólasóknarreglum Borgarbyggðar á
  hættustigi.
 • Umsjónarkennari fylgist með mætingareinkunn nemanda, er ábyrgðaraðili og fylgir málinu
  eftir á öllum þrepum. Öll viðtöl skulu skráð, hverjir eru mættir, hvenær og helstu málsatvik
  og gögnum komi fyrir í nemendamöppu.

Niðurfelling fjarvistarstiga – úrbótaleiðir

  Nemandi getur sótt um hækkun á skólasóknareinkunn til umsjónarkennara/deildarstjóra með
  þar til gerðum samningi. Ef mæting er óaðfinnanleg í tvær vikur getur nemandi unnið sér inn
  hækkun um 1 í einkunn. Hægt er að endurnýja samninginn að tveimur vikum liðnum og
  kemst nemandi hæst í 9,0 yfir skólaárið með þessu móti.

  Reglur samþ. 3.janúar 2023 .