Um skólasókn í 7. – 10. bekk

Hver nemandi í 7. – 10. bekk byrjar með skólasóknareinkunnina 10 í upphafi hverrar annar.

Fjarvistir og óstundvísi koma til frádráttar upphaflegri einkunn, samkvæmt eftirfarandi reglum:

a) Of seint (S): Nemandi sem kemur eftir að kennsla er hafin fær Seint. Ef nemandi kemur eftir að tími er hálfnaður fær hann Fjarvist. Fyrir S í bekkjarskrá er frádráttur 0,25 stig.

b) Fjarvistir (F): Fyrir F í bekkjarskrá er frádráttur 0,5. Ef nemandi er fjarverandi skal umsjónarkennari, með aðstoð ritara, leita skýringa á því og meta síðan fjarvistir hans til frádráttar.

c) Nemandi sem sefur yfir sig skal fá eitt Seint þegar hann sefur yfir sig í fyrsta sinn (þó hann missi af fleiri en einum tíma). Í annað sinn fær hann Seint fyrir alla þá tíma sem hann mætti ekki í. Komi þetta fyrir oftar skal viðkomandi fá Fjarvist fyrir þá tíma sem ekki var mætt í.

Umsjónarkennari skal skoða einkunn fyrir skólasókn í umsjónarbekk sínum einu sinni í viku og senda foreldrum stöðuna einu sinni í mánuði.

Viðbrögð við brotum á mætingarreglum:

  • 8,5 Umsjónarkennari ræðir við nemanda og foreldra.
  • 7,0 Umsjónarkennari sendir foreldrum bréf og gerir þeim grein fyrir stöðu mála.
  • 5,5 Skólastjóri sendir foreldrum bréf og gerir þeim grein fyrir stöðu mála og boðar þá á fund skólastjórnenda. Málið tilkynnt nemendaverndarráði sem fjallar um málið og virkjar stoðkerfi skólans.
  • Fari nemandi niður í 4,0 í skólasóknareinkunn verður upplýsingum um skólasókn hans komið til nemendaverndarráðs.
  • Fari nemandi niður í 2,0 í skólasóknareinkunn verður málið tilkynnt barnaverndarnefnd.

Verklagsreglur:

  • Þegar nemandi er kominn í 7 í skólasóknareinkunn verður umsjónarkennari í góðu sambandi við foreldra, heldur þeim upplýstum og leitar lausna.
  • Skólastjóri og deildarstjóri eldri deildar fylgjast með mætingum einu sinni í viku.
  • Öll bréf sem send eru til foreldra skulu sett í einstaklingsmöppu nemanda.
  • Öll samskipti munnleg og skrifleg skal skrá í dagbók nemanda í Mentor.
  • Eftir að málið er komið til skólastjóra (einkunn 5,5) er það á forræði hans.

Uppfært 01/2018