Um uppeldi til ábyrgðar

Uppbyggingarstefnan eða uppeldi til ábyrgðar er lífsgildismiðuð aðferð. Það merkir að unnið er með lífsgildi sem eiga sér stoð í ákveðnum þörfum sem við öll höfum.

Til að vera lífsglöð og hamingjusöm þurfum við reglulega að uppfylla meðfæddar þarfir fyrir að tilheyra og fyrir áhrifavald, frelsi, gleði og öryggi.

Hegðun okkar ræðst af því hvaða þörfum við viljum mæta. Stundum veljum við ranga leið og brjótum þá á þörfum annarra.

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga (e. Restitution – Self Discipline) er, eins og nafnið bendir til, aðferð við að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga

Uppeldi til ábyrgðar hjálpar okkur að finna rétta leið.

Nemendur læra:

  • Leiðir til að hafa stjórn á eigin hegðun.
  • Að bera ábyrgð á eigin mistökum, leiðrétta þau og bæta fyrir þau.
  • Að verða þeir sjálfir – þær manneskjur sem þeir vilja vera.
  • Aðferðir við lausn ágreiningsmála.
  • Að sinna þörfum sínum af ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðrum.
  • Að bera ábyrgð á eigin námi.
  • Að mynda tengsl við aðra.
  • Að gera bekkjarsáttmála sem tryggir að ekki sé brotið á rétti einstaklinganna og að þeir fái að blómstra hver á sinn hátt.
  • Að  þekkja hlutverk sitt og skilja að aðrir hafa ákveðnum hlutverkum að gegna í starfinu í skólanum. Þeir læra mikilvægi þess að hver ræki sitt hlutverk eins vel og honum er unnt.
  • Að setja sér markmið, gera uppbyggingaráætlanir og stunda sjálfsskoðun.