Áætlun gegn einelti

Tilkynning – grunur um einelti á pdf formi

Verk í vinnslu

 

Forvarnir í eineltismálum

 • Í upphafi hverrar annar ganga skólastjóri og náms-og starfsráðgjafi í bekki með eftirfarandi skilaboð: Einelti og ofbeldi í hvaða mynd sem er er ekki liðið í skólanum. Einelti er ofbeldi.
 • Fræðsla um einelti er hluti af lífsleikninámi og áhersla er lögð á að efla góð samskipti, umburðarlyndi og virðingu fyrir náunganum eftir aðferðum uppbyggingarstefnunnar.
 • Bekkjarsáttmálar í samræmi við uppbyggingarstefnuna eru endurskoðaðir árlega og sýnilegir öllum.
 • Vikulegir bekkjarfundir til að auka vitund um mikilvægi jákvæðra samskipta.
 • Fræðsla um einelti fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans á hverju skólaári.
 • Virk gæsla í frímínútum á göngum, í mötuneyti, á útivistarsvæði og í íþróttahúsi.
 • Lögð er fyrir eineltiskönnun á hverju hausti og líðan barna og unglinga könnuð með Skólapúlsinum.
 • Tengslakannanir eru lagðar fyrir á hverju skólaári. Úrvinnsla og eftirfylgni er í höndum umsjónarkennara í samráði við deildarstjóra, náms- og starfsráðgjafa og skólasálfræðing þegar þörf er á.

Viðbragðsáætlun ef upp kemur einelti

 1. Ef grunur er um einelti er umsjónarkennari látinn vita, hann kannar málið og virkjar eineltisteymið ef þurfa þykir.
 2. Eineltisteymið skoðar allar hliðar málsins m.a. með því að ræða við þolanda og geranda og aðra þá sem veitt geta upplýsingar. Fyrsta skrefið er að skoða hvort grípa þurfi til aðgerða sem miðast við að stöðva eineltið strax og hins vegar gæta þess að öryggi þolanda sér tryggt. Það gæti t.d. verið gert með því að setja á sérstaka gæslu í frímínútum eða skólabíl. Teymið ræðir við málsaðila og foreldra þeirra, fyrst þann sem eineltið beinist að og síðan þann/þá sem taldir eru standa fyrir eineltinu. Einnig er boðað til sameiginlegs fundar með foreldrum hlutaðeigandi nemenda.
 3. Starfsfólk er upplýst um málið svo það geti haft vakandi auga með aðstæðum og hegðun þeirra barna sem um ræðir.
 4. Umsjónarkennari er í sambandi við forráðamenn og tryggir að ferill mála sé skráður.
 5. Skólastjóri ber ábyrgð á að starfið sé samhæft og kallar til starfsfólk sérfræðiþjónustu
  ef þurfa þykir.
 6. Sá sem einelti beinist að og sá/þeir sem stóðu fyrir eineltinu fá skipulegan stuðning og
  aðhald í a.m.k. 6 mánuði frá sitt hvorum aðilanum. Skoða þarf einnig hvort bekkurinn/hópurinn þurfi stuðning.
 7. Foreldrar eða skólar geta óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs (www.gegneinelti.is) sem
  starfar á ábyrgð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins ef ekki tekst að finna
  viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags.
 8. Ákvörðun um úrvinnslu er tekin á grundvelli niðurstaðna og í samráði við málsaðila
  og eru þeir upplýstir um niðurstöðuna í samráði við foreldra málsaðila.
 9. Eineltisteymið fylgir málum eftir í allt að 6 mánuði.
 10. Málinu lokað formlega með eineltisteymi og umsjónarkennara sem upplýsir málsaðila.

Mikilvægt er að fylla út tilkynningu vegna gruns um einelti eða annað ofbeldi og afhenda umsjónarkennara vakni grunur.