Kennsluráðgjafi

Verkefnisstjóri á fjölskyldusviði sinnir starfi kennsluráðgjafa skólaárið 2019 – 2020. Næsti yfirmaður hans er fræðslustjóri. Helstu verkefni kennsluráðgjafa eru:

· Skimanir og athuganir, eftir því sem við á.

· Leiðbeiningar, aðstoð og ráðgjöf við starfsmenn skóla varðandi kennslu.

· Að vera tengiliður sérfræðiþjónustunnar við stofnanir eftir nánara ákveðnu skipulagi og í samráði og samvinnu við sálfræðinga sérfræðiþjónustunnar.

Til að sækja um skimun þarf að fylla út og undirrita eyðublað, tilvísunarblað, sem má nálgast hjá deildarstjóra sérkennslu.

Guðný Guðmarsdóttir er verkefnisstjóri skólaþjónustu.