Stuðningsfulltrúar

Stuðningsfulltrúar starfa undir verkstjórn umsjónarkennara en næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa er deildarstjóri. Starf stuðningsfulltrúa miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda sem þurfa sérstaka aðstoð. Fjöldi stuðningsfulltrúa er breytilegur milli ára og fer eftir þörf og fjárveitingu hverju sinni.