Þroskaþjálfar

Þroskaþjálfar sinna stuðningi og þjálfun nemenda með fötlun. Með þroskaþjálfun er á fræðilegan og skipulegan hátt stefnt að því að koma fötluðum til aukins alhliða þroska. Gengið er út frá því að allar manneskjur geti nýtt sér reynslu sína, lært og þroskast. Þroskaþjálfun felur m.a. í sér að gerðar eru markvissar þjálfunaráætlanir sem miða að því að auka hæfni einstaklinga til að takast á við athafnir daglegs lífs.

Þroskaþjálfi í grunnskóla gerir færni- og þroskamat og annast upplýsingaöflun og upplýsingagjöf vegna sérþarfa nemanda. Veitir kennurum og forráðamönnum nemenda ráðgjöf og leiðbeiningar er lúta að fötlun eða þroskafrávikum. Gerir áætlanir í vinnslu mála og fylgir þeim eftir. Hann sinnir þverfaglegu samstarfi innan og utan stofnunar vegna eftirfylgni mála og við skipulagningu verkefna.

Þroskaþjálfar við Grunnskólann í Borgarnesi eru Elísabet Ýr Bjarnadóttir, Sigríður Hrund Hálfdánardóttir og Fanney Þorkelsdóttir.