Áætlun um áfallahjálp

Slys / veikindi

Sá sem fyrstur fær upplýsingar um dauðsfall eða alvarlegt slys kemur þeim til skólastjóra sem sér um að afla staðfestra upplýsinga um atburðinn. Skólastjóri í samráði við áfallaráð sér um að tilkynna atburðinn og skipuleggja áframhaldandi ferli. Umsjónarkennari og hugsanlega skólastjóri hafa samband við foreldra hins látna/slasaða ef um nemendur er að ræða sé það mögulegt.

Áfallaráð

Við Grunnskólann í Borgarnesi er starfandi áfallaráð. Í því sitja skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, skólahjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingur og sóknarprestur. Áfallaráð setur sér vinnureglur og skipuleggur hvernig taka skuli á áföllum sem nemendur og starfsfólk skólans verða fyrir. Viðbrögð eru ávallt háð eðli áfallsins.

Hlutverk áfallaráðs
 1. Hlúa að nemendum og starfsfólki sem verður fyrir áföllum.
 2. Sjá um að ákveðið ferli eigi sér stað (verkstjórn) við eftirfarandi atburði
  • slys á nemendum / starfsfólki í, eða til og frá skóla
  • slys í skólaferðalagi
  • dauðsfall nemanda / starfsmanns
  • náttúruhamfarir
 3. Útbúa / endurskoða áætlun um viðbrögð fyrir skólann.
 4. Kynna áætlunina fyrir starfsfólki.
 5. Gera foreldrum grein fyrir mikilvægi þess að skólinn fái vitneskju um allar þær breytingar sem verða á högum barns s.s. alvarleg veikindi, andlát eða annað sem hefur áhrif á líðan og hegðun barnsins.
Aðgerðaráætlun

Andlát nemanda, starfsmanns eða aðstandanda

 • Tilkynningar um andlátið skulu berast skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra.
 • Skólastjóri fær staðfestingu á andláti hjá aðstandendum, lögreglu eða presti. Nauðsynlegt er að allar upplýsingar séu réttar til að koma í veg fyrir orðróm sem er ekki á rökum reistur.
 • Áfallaráð skólans kemur saman, skiptir verkum og fyrstu aðgerðir skólans ákveðnar.
 • Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri kallar starfsfólk skólans saman og tilkynnir um andlátið.
 • Athuga þarf hvort einhverjir nemendur eða starfsmenn tengist hinum látna náið og þurfi því að fá fregnina sérstaklega en ekki yfir bekkinn eða hópinn.
 • Umsjónarkennarar greina bekkjum sínum frá andlátinu með aðstoð skólastjórnenda og/eða prests. Meta verður hverju sinni hvort ástæða sé til að kalla foreldra í skólann til að sækja börn sín.
 • Húsvörður flaggar í hálfa stöng að tilkynningu lokinni ef um er að ræða andlát nemanda eða starfsmanns.
 • Kveikt á kerti.
 • Áfallaráð og starfsfólk skólans kemur saman í lok dagsins. Farið er yfir nöfn þeirra sem tengjast atburðinum, s.s. ættingja og vina. Aðgerðir næstu daga ræddar.

Alvarlegt slys  nemanda, starfsmanns eða aðstandanda

 • Tilkynningar um slys skulu berast skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra
 • Skólastjóri fær staðfestingu á slysi hjá aðstandendum eða lögreglu. Nauðsynlegt er að allar upplýsingar séu réttar til að koma í veg fyrir orðróm sem er ekki á rökum reistur.
 • Áfallaráð skólans kemur saman, skiptir verkum og fyrstu aðgerðir skólans ákveðnar.
 • Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri kallar starfsfólk skólans saman og tilkynnir um atburðinn.
 • Athuga þarf hvort einhverjir nemendur eða starfsmenn tengist hinum slasaða eða atburðinum og þurfi að fá fregnina sérstaklega en ekki yfir bekkinn eða hópinn.
 • Umsjónarkennarar greina bekkjum sínum frá atburðinum með aðstoð skólastjórnenda. Meta verður hverju sinni hvort ástæða sé til að kalla foreldra í skólann til að sækja börn sín.

 Ef slys verða í skólanum

 • Ef nemandi verður fyrir alvarlegu slysi í skólanum er strax haft samband við lögreglu og forráðamenn nemandans.
 • Áfallaráð fundar og ákveður næstu skref.
 • Aðilar úr áfallaráði ræða við nemendur sem tengjast málinu.
 • Nemendum og starfsfólki er gerð grein fyrir aðstæðum.
 • Skólastjóri ber ábyrgð á að enginn fari heim úr skólanum með rangar eða misvísandi upplýsingar um atburðinn.
 • Skólastjóri er tengiliður við fjölmiðla ef þeir sýna atburðinum áhuga. Allir starfsmenn skulu vísa fyrirspurnum til skólastjóra.

Alvarleg og/eða langvinn veikindi nemanda, starfsmanns eða aðstandanda

 • Tilkynningar um alvarleg og/eða langvinn veikindi skulu berast skólastjóra/aðstoðarskólastjóra.
 • Skólastjór fær staðfestingu hjá forráðamönnum/aðstandendum/starfsmanni. Nauðsynlegt er að allar upplýsingar séu réttar.
 • Áfallaráð skólans kemur saman og ákveður í samráði við forráðamenn/aðstandendur eða viðkomandi starfsmann hvernig unnið skuli að málinu.

Ofbeldi
Hér flokkast undir allar tegundir ofbeldis, þar með talið kynferðislegt ofbeldi.

 • Tilkynningar um ofbeldi skulu berast skólastjóra/aðstoðarskólastjóra.
 • Skólastjóri fær staðfestingu á andláti hjá aðstandendum, lögreglu eða presti. Nauðsynlegt er að allar upplýsingar séu réttar til að koma í veg fyrir orðróm sem er ekki á rökum reistur.
 • Öllum ofbeldismálum þar sem nemendur koma við sögu er vísað til barnaverndarnefndar.

Eftirfylgni

Áfallaráð er kennurum og starfsfólki til stuðnings og leiðbeiningar um hvernig haga skuli málum eftir eðli atburðarins. Mikilvægt er að hafa í huga að viðbrögð við áfalli eru mismunandi milli einstaklinga og þar með þörfin fyrir aðstoð og stuðning.

Tillögur að aðgerðum í kjölfar áfalls

Við andlát

Nemanda:

 • Útbúa samúðarkveðjur og senda samúðargjöf.
 • Kveikja á kerti, setja blóm eða einhvern persónulegan hlut á borð hins látna. Rétt er að enginn setjist í sæti hans fyrst um sinn og sorginni gefinn tími.
 • Nemendum er greint frá því sem mun gerast næstu daga, kistulagning og jarðarför. Presturinn er fenginn til liðs við skólann.
 • Kennslustundir næstu daga þarf að brjóta upp ef spurningar vakna eða upp koma viðbrögð sem sýna sorg, reiði, örvæntingu eða sektarkennd nemenda. Nemendum gefinn tími til að ræða tilfinningar sínar.
 • Útbúa minningargrein, biðja bænir, teikna myndir, skrifa bréf til fjölskyldunnar sem á um sárt að binda, lesa ljóð eða sögu.
 • Halda minningarathöfn í skólanum/bekknum í samráði við aðstandendur og prest.
 • Mikilvægt er að starfsfólk fái þann stuðning sem þarf til að geta tekist á við það mikla álag sem fylgir áföllum.

Starfsmanns:

 • Útbúa samúðarkveðjur og senda samúðargjöf.
 • Kveikja á kerti.
 • Nemendum er greint frá því sem mun gerast næstu daga, kistulagning og jarðarför. Presturinn fenginn til liðs við skólann.
 • Kennslustundir næstu daga þarf að brjóta upp ef spurningar vakna eða upp koma viðbrögð. Nemendum er gefið tækifæri til að ræða tilfinningar sínar.
 • Útbúa minningargrein, biðja bænir, teikna myndir, skrifa bréf til fjölskyldunnar sem á um sárt að binda, lesa ljóð eða sögu.
 • Halda minningarathöfn í skólanum/bekknum í samráði við aðstandendur og prest.
 • Mikilvægt er að starfsfólk fái þann stuðning sem þarf til að geta tekist á við það mikla álag sem fylgir áföllum.

Aðstandanda:

 • Útbúa samúðarkveðjur og senda samúðargjöf.
 • Kveikja á kerti.

Uppfært í maí 2019