Áætlun um áfallahjálp

Sá sem fyrstur fær upplýsingar um dauðsfall eða alvarleg slys kemur þeim til skólastjóra sem sér um að afla staðfestra upplýsinga um atburðinn. Skólastjóri í samráði við áfallaráð sér um að tilkynna atburðinn og skipuleggja áframhaldandi ferli. Umsjónarkennari og hugsanlega skólastjóri hafa samband við foreldra hins látna/slasaða ef um nemendur er að ræða sé það mögulegt.

Slys / veikindi

Alvarleg veikindi eða slys nemanda, foreldrsi eða starfsmanns.
Ört upplýsingastreymi til skólans er mikilvægt.
Upplýsingar komi frá skólastjóra og/eða sóknarpresti.
Umsjónarkennari kemur upplýsingum til nemenda.

Stórslys/náttúruhamfarir

Skólastjóri/áfallaráð aflar upplýsinga um á hvern hátt atburðurinn tengist skólanum.
Haft er samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð, t.d. lögreglu, slökkvilið, björgunarsveit, kirkjuna eða RKÍ.

Dauðsföll

Dauðsfall nemanda (dæmi um viðbrögð).

 • Greina bekkjarfélögum og öðrum nemendum frá atburðinum, umsjónarkennari getur þurft aðstoð við það t.d. með sálfræðingi.
 • Gefa nemendum góðan tíma fyrir viðbrögð og spurningar.
 • Greina foreldrum bekkjarsystkina frá atburðinum.
 • Vera hjá nemendum í matarhléum og frímínútum. Reyna að fá fleiri fullorðna til að fylgjast með viðbrögðum þeirra og til að veita innbyrðis stuðning.
 • Útbúa samúðarkveðjur, mikilvægt er að nemendur séu sjálfir virkir í því starfi og skrifi undir.
 • Skrifa minningargrein.
 • Kveikja má á kerti, setja blóm eða einhvern persónulegan hlut á borð hins látna. Rétt er að enginn setjist í sæti hans fyrst um sinn. Gefið sorginni tíma og leyfið nemendum að ræða atburðinn eftir þörfum.
 • Greina nemendum frá því hvað muni gerast næstu daga, kistulagning og jarðarför í samstarfi við sóknarprest.

Fari nemendur í jarðarför er nauðsynlegt að foreldrar fari með.

Áfallaráð sér til þess að kennarinn fái stuðning og hjálp og einhver úr áfallaráði tali við kennarann á hverjum degi.

Regla er að skólastjóri/aðstoðarskólastjóri, umsjónarkennari og þeir sem tengjast nemandanum séu við jarðarför.

Dauðsfall starfsmanns/foreldra (dæmi um viðbrögð).

 • Greina nemendum frá atburðinum. Gefa þeim góðan tíma
 • Útbúa samúðarkveðju og senda blóm.
 • Leiðbeina nemendum um að vera eðlileg gagnvart nemanda sem missir náinn ættingja.

Eftirfylgni

Mikilvægt er að haldið sé áfram að hlúa að nemendum og starfsfólki skólans fyrstu vikur eða mánuði eftir áfall. Ef þörf krefur í samstarfi við sóknarprest og sálfræðinga.

Uppfært 08/2016