Valgreinar

Valgreinar skólaárið 2021 – 2022

Valgreinar eru í boði á mið- og unglingastigi. Tilgangurinn með vali er að hægt sé að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform.

Á miðstigi skiptist valið upp í fjórar lotur yfir veturinn, tvær fyrir áramót og tvær eftir áramót. Í hverri lotu er boðið uppá sex til átta mismunandi valgreinar. Nemendur velja sér grein eftir áhugasviði og síðan tvær til vara.

Á unglingastigi er valið með tvennum hætti. Annars vegar er val einu sinni í viku sem skiptist upp í fjórar lotur yfir veturinn. Í hverri lotu er boðið uppá sex til níu mismunandi valgreinar. Hins vegar eru Smiðjuhelgar tvisvar yfir skólaárið. Nemendur eru einum tíma skemur á viku í skólanum en viðmið gera ráð fyrir allt skólaárið, en í staðinn vinna þeir með þessum hætti eina helgi á önn. Unnið er í smiðjum frá 14.30 á föstudegi til kl. 18:30 og síðan kl. 8:30 á laugardegi til 14:30. Tilgangur smiðjanna er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa þeim kost á að hafa meira um val sitt að segja.

Nánari kynning á þeim valáföngum sem eru í boði:

Lota 1 – miðstig

Lota 2 – miðstig

Lota 3 – miðstig

Lota 4 – miðstig

Fyrrri smiðjuhelgi 15.  og 16. október 2021

Seinni smiðjuhelgi  13. og 14. maí 2022

Lota 1 – unglingastig

Lota 2 – unglingastig

Lota 3 – unglingastig

Lot 4 – unglingastig