Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur
Grunnskólinn í Borgarnesi - Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur

September, 2019

17sept18:0019:00Hvernig líður börnunum okkar?Samlokufundur fyrir foreldra

Nánari upplýsingar

Átt þú barn í grunnskóla í Borgarbyggð eða í Menntaskóla Borgarfjarðar? Þá átt þú erindi á kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk 2019 sem haldin verður í Hjálmakletti þriðjudaginn 10. september kl. 18.00.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði HR mun kynna niðurstöðurnar.

Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining hefur umsjón með fjölmörgum rannsóknum sem kanna hagi og líðan barna og ungmenna bæði á Íslandi og erlendis. Rannsóknarröðin Ungt fólk er ein þeirra en þær rannsóknir eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum og framhaldsskólum landsins á nokkurra ára fresti og hafa nýst við stefnumótun í forvarnastarfi á meðal fólks sem starfar á vettvangi með börnum og unglingum í fjölda ára.

Rannsóknirnar hafa meðal annars kannað þætti í lífi barna og unglinga á borð við andlega og líkamlega heilsu og líðan, fjölskylduaðstæður, frístundaiðkun, áfengis- og vímuefnaneyslu, árangur í námi, líkamsrækt og þátttöku í íþróttastarfi, trúarskoðanir, mataræði og sjálfsvíg. Niðurstöður rannsóknanna hafa verið nýttar með staðbundnum hætti, innan sveitarfélaga, hverfa og skóla til að auka skilning á högum ungs fólks og bæta aðstæður þeirra, heilsu og líðan.

Meira

Klukkan

(Þriðjudagur) 18:00 - 19:00

Staðsetning

Hjálmaklettur

Skipuleggjandi

Borgarbyggð

  • Fannst þér síðan hjálpleg ?
  •    Nei
Grunnskólinn í Borgarnesi
433-7400
X
X