Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur
Grunnskólinn í Borgarnesi - Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur

Desember, 2021

06des(des 6)10:0010(des 10)23:00Jólaútvarpiðfm 101.3

Nánari upplýsingar

Árlegt jólaútvarp Nemendafélags Grunnskóla Borgarness verður dagana 6.-10. desember frá kl. 10:00 – 23:00.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði. Fyrri hluta dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram í skólanum þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskukennslu og upplýsingatækni. Fréttir og veður verða daglega kl. 12.30 og hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár þátturinn Bæjarmálin í beinni föstudaginn 10. des. kl. 13:00. Þá er von á góðum gestum í hljóðstofu.

Meira

Klukkan

6 (Mánudagur) 10:00 - 10 (Föstudagur) 23:00

Skipuleggjandi

Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi

  • Fannst þér síðan hjálpleg ?
  •    Nei
Grunnskólinn í Borgarnesi
433-7400
X
X