Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur
Grunnskólinn í Borgarnesi - Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur

Nóvember, 2019

07nóv08:2009:00Rithöfundur í heimsóknHjalti Halldórsson

Nánari upplýsingar

Hjalti Halldórsson rithöfundur heimsækir miðstigið og les úr nýútkominni bók sinni Ys og þys út af öllu! Þetta er í þriðja sinn sem Hjalti kemur til okkar en sögusvið fyrstu bókar hans, Af hverju ég?, er Borgarnes og söguhetjan Egill er nemandi í 6. bekk Grunnskólans í Borgarnesi. Önnur bók Hjalta ber nafnið Draumurinn en báðar þessar bækur hafa notið mikilla vinsælda meðal nemenda og eru mikið lánaðar út af skólasafninu.

Í nýju bókinni segir frá vinunum Guðrúnu, Bolla og Kjartani sem eru á leið í skólaferðalag að Laugum. Eins og í fyrri bókum notfærir Hjalti sér Íslendingasögurnar sem uppsprettu efniviðarins.

Meira

Klukkan

(Fimmtudagur) 08:20 - 09:00

Staðsetning

Salur grunnskólans

Skipuleggjandi

Skólasafn grunnskólans

  • Fannst þér síðan hjálpleg ?
  •    Nei
Grunnskólinn í Borgarnesi
433-7400
X
X