Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur
Grunnskólinn í Borgarnesi - Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur

Júní, 2022

03jún09:0011:00Skólaslití Skallagrímsgarði

Nánari upplýsingar

9.00 Safnast saman við skóla

Við byrjum við skóla og förum í skrúðgöngu niður í Skallagrímsgarð um Bröttugötu. Nokkrir nemendur úr 9. bekk verða með trommur (og ganga fremst), síðan 1. bekkur og þannig bekkirnir frá yngsta til elsta og restin af 9. bekk síðast. Það þarf að ganga hægt.

 

9.20 – 10:30 Leikir

Þegar í Skallagrímsgarð er komið fara nemendur í lið fyrir leikina, hópstjórar kalla á sinn hóp og fara síðan á fyrirfram ákveðinn stað (sjá skipulag frá íþr.kennurum). Hóparnir verða í leikjum og fara í grill á tíma sem verður gefinn upp fyrir hvern hóp. Nemendur ættu að leggja af stað úr Skallagrímsgarði ca. 9:20. Nemendur fyrsta bekkjar verða í Skallagrímsgarði í leikjum

 

10.30 Raðað upp í bekkjarraðir í Skallagrímsgarði

Dagskrá:

· Kynning

· Tónlistaratriði

· Ný stjórn nemendafélagsins kynnt

· Ræða skólastjóra

· Samsöngur

· Einkunnaafhending

11:00 Skólabílar heim að lokinni athöfn

Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvík kl. 8:40 og til baka að lokinn athöfn upp úr kl. 11. Eins verður skólaakstur úr dreifbýli þannig að passi við tímasetningar.

Kennarar athugið að hvetja nemendur og foreldra til að taka mið af veðri hvað klæðaburð varðar. Um er að ræða 2 klst. útiveru.

Meira

Klukkan

(Föstudagur) 09:00 - 11:00

Staðsetning

Skallagrímsgarður

  • Fannst þér síðan hjálpleg ?
  •    Nei
Grunnskólinn í Borgarnesi
433-7400
X
X