Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur
Grunnskólinn í Borgarnesi - Sjálfstæði - ábyrgð - virðing - samhugur

Júní, 2020

05jún08:4011:30Skólaslitá íþróttasvæði

Nánari upplýsingar

Skólaslit verða föstudaginn 5. júní og fara þau að venju fram á íþróttasvæðinu. Skólabíll innanbæjar fer úr Sandvíkinni kl. 08:40 og tilbaka um klukkan 11:30. Einnig verður skólaakstur úr dreifbýli í samræmi við tímasetningar.

Nemendur mæta við skólann kl. 9.00 föstudaginn 5. júní. Gengið verður í fylkingu niður á íþróttasvæði  þar sem nemendur fara í leiki og þrautir. Á einni stöðinni í leiknum verður boðið upp á grillaða pylsu.

Að því loknu verður farið á íþróttavöll og árgangar fara í raðir, taka við einkunnum og kveðja kennarana sína. Áætlað er að þessi athöfn hefjist kl. 11: 00.

Um er að ræða tveggja og hálfs  klukkustunda útiveru, þannig að mikilvægt er að koma klædd/ur eftir veðri.

Í ljósi covid-19 og fjöldatakmarkana sem enn eru við lýði er reiknað með að eingöngu nemendur mæti á þessi skólaslit.

Meira

Klukkan

(Föstudagur) 08:40 - 11:30

Staðsetning

Skallagrímsgarður

  • Fannst þér síðan hjálpleg ?
  •    Nei
Grunnskólinn í Borgarnesi
433-7400
X
X