Febrúar, 2020
21feb14:0015:30Stærðfræðikeppnigrunnskóla á Vesturlandi
Nánari upplýsingar
Árleg stærðfræðikeppni sem Fjölbrautaskóli Vesturlands heldur fyrir nemendur 8., 9. og 10. bekkja grunnskólanna á Vesturlandi fer fram þann 21. febrúar. Keppnin hefst í Fjölbrautaskóla Vesturlands kl. 14:00 en keppendur
Nánari upplýsingar
Árleg stærðfræðikeppni sem Fjölbrautaskóli Vesturlands heldur fyrir nemendur 8., 9. og 10. bekkja grunnskólanna á Vesturlandi fer fram þann 21. febrúar. Keppnin hefst í Fjölbrautaskóla Vesturlands kl. 14:00 en keppendur þurfa að vera mættir kl. 13:30. Auk grunnskólanna á Vesturlandi taka nú Grunnskólinn á Hólmavík og Klébergsskóli á Kjalarnesi þátt í keppninni. Þetta er í 22. sinn sem keppnin er haldin og verður hún með svipuðu sniði og undanfarin ár. Keppnin tekur eina og hálfa klukkustund og að henni lokinni verður boðið upp á veitingar.
Klukkan
(Föstudagur) 14:00 - 15:30
Skipuleggjandi
Fjölbrautaskóli Vesturlands